May 2, 2008

3 nýjar BOM síður :)




Jánýjustu síðurnar mínar eru allar BOM verkefni. Sú fyrsta er úr BG Sultry línunni og með sizzixuðum blómum, hinar 2 eru úr Sugared línunni frá BG og eru skrappliftar frá Söndru en hún gerir geggjaðar síður :)

Apr 28, 2008

2 nýjar síður :)



Ein ný síða varð til hjá mér í dag og ein varð til í gær og hér koma þær báðar. Þær eru báðar fyrir BOM verkefnið (book of me). Sú fyrri er um uppáhaldsmatinn minn og er úr 2scoops línunni frá BG, og svo er eitt FP chipboard og smá handdútl :) Seinni síðan er um það góða og slæma í fari mínu. Þetta hljómar kannski ansalega en ég átti erfiðast með að finna "það slæma" hehe, fann bara eitt atriði þar;) Hún er úr Sultry línunni frá BG, titillinn er úr thickers frá AC, blómin frá Prima

Apr 23, 2008

Bumbumyndir :)


Þá er ég búin að gera síðu með bumbumyndunum síðan ég gekk með Nótt. Það voru ekki teknar bumbumyndir reglulega en nokkrar náðum við þó að taka og meira að segja fyrir algjöra tilviljun og heppni tókum við myndir 2 dögum áður en Nótt fæddist og það er myndin af mér í bláa bolnum, alveg að springa.
Allavega er hér síðan, pp er Prima og sömuleiðis blómin, rubon frá BG og stafir í titli eru thikers frá AC :)

Apr 12, 2008

Heimkoma


loksins skrappaði ég eina síðu og það er því að þakka að dóttur minni þóknaðist í dag loksins að sofa samfellt í rúmlega 3 tíma úti í vagni. Síðan er með myndum frá deginum sem við komum heim af spítalanum með Nótt. Rökkvi var búinn að vera hjá mömmu í sólarhring á meðan við vorum á spítalanum og var þarna að sjá hana í fyrsta sinn. Það fyrsta sem hann sagði var: "hey, þetta er flott litla barn!" og þessi orð notar hann enn um litlu systur sína daglega :)
Í grunninn er hvítur pp og allur annar pp er úr Two scoops frá BG, Hambly glæra og stafir frá AC, AL textaboxstimpill og dútlið er die cuts úr Two scoops :)

Apr 1, 2008

Nokkrar síður :)




Hér eru nokkrar síður sem ég hef verið að gera undanfarið, en hafa af einhverjum ástæðum ekki ratað inn á bloggið mitt fyrr en núna. 2 efri síðurnar eru úr Two scoops línunni frá BG, en neðsta síðan er með mynd af mér frá því ég hef verið í kringum 10-12 ára og er úr Scarletts letter frá BG :)

Mar 30, 2008

Ef líf mitt væri lag...


Já, þá væri það líklega Ísbjarnarblús. Ekki það að ég sé neitt Bubbafan eða neitt, enda hlusta ég ekkert á hann eða lögin hans. En þessi texti passar svo vel við mig, ekki í bókstaflegri merkingu þó heldur í merkingunni "ég vil ekki eyða lífinu í eitthvað leiðinlegt og merkingarlítið, heldur vil ég njóta lífsins". En hér kemur síðan, pp er BG fruitcake og rubon frá Hambly, nokkur Prima blóm og titill úr BG stöfum úr Figgy línunni :)

Mar 28, 2008

Sónarsíða :)


jæja, loksins skrappaði ég pínu meira, kláraði sónarsíðuna sem er búin að liggja á borðinu hjá mér lengi. Myndirnar eru bestu myndirnar sem ég fékk eftir hvern sónar og textinn segir allt það helsta. Stafirnir eru thickers frá AC, blúnda úr einhverri saumabúð og pappír og blóm frá Prima :)

Mar 7, 2008

Sofandi :)


Ég er búin að taka svo mikið af sætum myndum af litlu skvísunni. Þessi mynd er ein þeirra, og já hún er voðalega sofandi á mörgum þeirra, þar sem hún er nú sofandi mestan hluta sólarhriingsins.
En þessi síða fer í áskorunina um að nota blúndu, eina mynd og eitthvað blátt. PP er bara 2 litir af bláum bazzil og ein örk úr BG Two scoops línunni, blúnda úr einhverri saumabúð og Prima blóm og SU tölur, dútlrubon frá Fancypants og titill er úr Thickers frá AC úr Fjarðaskrapp :)

Mar 5, 2008

Fæðing litlunnar :)



Jæja, ég hef nú ekkert skrappað eða bloggað í smá tíma núna, en ég eignaðist litla stelpu þann 15. febrúar og er búin að vera svolítið upptekin af henni síðan, enda er hún svo falleg og yndisleg að ég gæti horft á hana allan sólarhringinn. Eeeen, ég tók mig nú samt til og skrappaði eina opnu um dúlluna, er búin að vera með opnuna í vinnslu í nokkra daga og svona gripið í hana öðru hvoru. En nú er hún tilbúin. Eitt BG rubon er á síðunni, en allt annað: pp, stafir og hjörtu og svona er úr Two scoops línunni frá BG, nema það er kremaður bazzil bling pp er grunninn. Svo lét ég fæðingarsöguna bara nánast fylgja með í heild sinni :)

Feb 10, 2008

Makinn


Já BOM verkefnið heldur sko áfram á þessu ári og þetta er síða í því. Þemað í þessu verkefni var "ég og ástin eða makinn". Ég fann nýlegustu myndina af okkur Helga saman og notaði hana, finnst hún líka bara fín :) Textinn er svo stutta útgáfan af því hvernig við kynntumst.
Pappírinn í síðunni er frá Crate, línan heitir Cowgirl :)

Feb 9, 2008

Íþróttaálfur


Ég var bara í rosa skrappstuði í gær og gerði þessa frekar seint í gærkvöldi og nennti ekki að setja hana inn fyrr en núna. En þetta eru nýjar myndir teknar núna fyrir öskudaginn 2008. Rökkvi minn var íþróttaálfur og var þetta líka hrifinn af búningnum sínum, fór strax að gera armbeygjur og svona, sýna latabæjartaktana.
En pp er K-ology Addison, lo er skrapplift frá Hönnukj (Risa stóra eplið), svo eru þarna nokkrar BG tölur og stafir í titli eru HeidiSwapp chipboard :)

Feb 8, 2008

Meira skrapp í dag :)




Jæja, ég skrappaði bara svolítið meira í dag fyrst ég var byrjuð.
Fyrr síðan er áramótasíða, frá því núna um áramótin. Rökkvi var bara svolítið spenntur fyrir flugeldunum og vakti því fram yfir miðnætti í þetta skipti. PP er einhver Bohemia lína á MME, blómin eru jólablómin frá Prima.
Seinni síðan er scraplift frá Söndru (Bubble gum girl). Myndirnar eru frá því núna í janúar, við fórum út á róló í Kópavogi einn daginn og vorum með bolta og Rökkvi elskar að fara í fótbolta við pabba sinn, hehe. PP er Periphery frá BG og borðarnir líka, blómin eru frá Prima, stafirnir eru frekar gamalt HeidiSwapp chipboard :)

Stingupeysa :)


Þessa æðislegu stingupeysu fékst þú í jólagjöf frá "Möggu móðu" ásamt korti þar sem stóð að ef þessi stingupeysa passaði ekki yrði bara prjónuð á þig ný stingupeysa. Svo þú varst drifin í að máta peysuna á jóladag og varst svona líka ekki hrifinn, haha, vildir helst komast úr henni sem fyrst. En hún passaði svooo vel og varst þú því vaninn á að vera bara í henni og settum við á þig mjúka lambhúshettu innan undir rúllukragann og þá var allt í lagi :)
Síðan er svo unnin úr gömlum BG pappír úr Urban Couture línunni, með brúnan bazzil í grunninn :)

Feb 3, 2008

Snjór á jóladag :)


Á jóladag var kom aldeilis fallegur snjór og við skruppum út á snjóþotu hér í Mosó. Ofsalega hljótt og fáir á ferli, enda jóladagur og margir bara inni að kúra eða í jólaboðum.
Pp í síðunni er ýmis snjópappír frá BG, bakgrunnurinn úr Dasher og einhver pp þarna úr Figgy pudding. Kláraði dútlblingið mitt á þessa síðu og er mjög ánægð með það, svo er titillinn úr Bazzil chipboardi :)

Feb 2, 2008

Jólin 07



Ég er alveg að verða búin að skrappa árið 2007, gerði jólin 07 í kvöld. Eins og maður getur nú stundum tekið mikið af myndum þá finnst mér það svolítið gleymast við þessi týpísku "tilefni", eða sem sagt er ég of upptekin af því að njóta stundanna að ég gleymi myndavélinni. Allavega, klukkan rúmlega 8 á aðfangadagskvöld, við búin að taka upp nokkra stóra pakka, þá fattar kallinn að taka fram myndavélina og smella af nokkrum myndum :)
Jæja, pp er Cosmo Cricket Wonderland línan, sem virðist vera jólalínan mín þetta árið, en einnig er þarna smá bútar af bakhliðum á BG Figgy Pudding pp og Prima blóm :)

Feb 1, 2008

Nokkur kort :)




Ég fékk alveg ægilega skemmtilega sendingu frá SU um daginn, nýja stimpla og svona, þetta var auðvitað afmælisgjöfin til mín. En ég byrjaði strax að leika með þá og hér eru nokkur kort sem ég gerði.
Fyrsta kortið er skarpplift frá Möggu, bakgrunnur gerður með að nudda bleki á blað með svampi og svo stimplað yfir og að lokum sett UTEE yfir og brotið, bara varð að prófa þetta, fannst kortið hennar Möggu svo flott, á örugglega eftir að prófa fleiri útgáfur af þessu við tækifæri.
Næsta kort er svo skrapplift frá Svönu, en hún gerði mörg kort í þessum dúr fyrir jólin. Bakgrunnur er gerður með bláum og lillabláum stimpilpúðum og svampi, svo eru trén embossuð með svörtu dufti með glimmeri útí. Svo teiknaði ég nokkra fugla á tunglið :)
Síðasta kortið er bara svona út í loftið, fiktaði mig áfram með sömu hluti og í hinum 2 kortunum, bakgrunn og embossuð tré og UTEE yfir, á eftir að fikta fullt fullt meira :)

Jan 26, 2008

Snjósíða :)


Við skruppum aðeins á snjóþotu niður á Miklatún í dag. Veðrið var gott og fullkomið fyrir snjóþotudag. Rökkvi skemmti sér konunglega og hamaðist allan tímann, ýmist við að brölta upp brekkuna með snjóþotuna eða bara við að hnoðast í snjónun. Ég veit heldur ekki hvort honum fannst skemmtilegra að renna sér niður brekkuna eða rúlla sér, en það var allavega bæði gaman:)
Í síðuna notaði ég nánast eingöngu pp og stafi og dót úr KI memories kassanum sem ég fékk í verðlaun í BOM-inu (ég var sú sem var dregin út af þeim sem kláruðu öll verkefnin). Að auki er þarna smá rest af BG ruboni og einn journalstimpill frá AL. Annað er held ég úr kittinu :)

Jan 25, 2008

2007 :)


Fyrsta BOM síða ársins tilbúin (BOM = book of me). Þetta er uppgjörssíða fyrir árið 2007, þar sem við förum yfir það helsta sem gerðist á árinu. Mín varð frekar textalítil í þetta sinn, en segir allt það helsta þó.
Í síðuna notaði ég Infuse línuna og rubon frá BG og Bazzil chipboard í titilinn :)

Jólakortamyndin 2007


ég skellti bara í eina síðu núna rétt í þessu, en þessi mynd er myndin sem endaði í jólakortunum núna þessi jólin. Pappírinn er Cosmo cricket, Wonderland línan, nokkur Prima blóm eru á síðunni og BG tölur og límmmiðastafir :)

Jan 22, 2008

Jólarass :)


Hér kemur ein þokkalega skrapplift síða frá Lindu Ak. Ég ákvað að nota líka jólamyndir á síðuna eins og er á Lindu síðu. En þessi pp er frá Cosmo Cricket og línan heitir Wonderland og er jólalína frá þeim. Á síðuna notaði ég svo Prima blóm og BG Mellow tölur í miðjuna. Myndirnar eru frá fyrri jólakortamyndatökunni 2007. En engin af þessum myndum endaði í jólakorti, en mér finnst þær samt svo sætar. Rökkvi hljóp út um allt hús með jólasveinahúfuna og gerði í því að snúa sér við og dilla rassinum í mig um leið og ég lyfti upp myndavélinni, litli jólarassinn minn :)

Jan 21, 2008

Fleiri síður :)



Og ég gerði 2 síður í viðbót, þessi fyrri er úr Obscure pp frá BG en þessi seinni er enn ein síðan úr Mellow frá BG, nú held ég líka að ég sé komin í smá pásu frá Mellow, enda búin með flestar haustmyndirnar 2007 :)

Jan 20, 2008

Haustsíður



Ég byrjaði eitthvað að skrappa smá í gærkvöldi og gerði þá fyrri síðuna en var bara að enda við að klára hina núna. Fyrri síðan heitir "Róló með bát" og það er það sem Rökkvi kallar þennan ákveðna róló sem við höfum stundum gert okkur ferð á, en hann er ekki hér í nágreninu. Hin síðan er með myndum frá yndislegum haustdegi við tjörnina, en hún er skraplift eftir einni síðu frá Gabrielle á sb.com http://www.scrapbook.com/galleries/84905/view/1161259/-1/0/1.html en þó með allt örðum litum og allt öðru þema. En í báðar síðurnar notaði ég Mellow línuna frá BG og er ég þá búin að fera 5 síður á þessu ári úr þessari sömu línu :)

Jan 10, 2008

Níu kort í dag :)






Þá er ég búin að gera mín fyrstu kort ársins, en þau urðu óvart 9 talsins, fyrst ég var komin í kortagírinn. Ég átti nokkrar stimplamyndir sem ég var búin að vera að dunda mér við að lita og svona og notaði þær auðvitað. Svo notaði ég nú bara einhverjar stakar skrapparkir sem ég fann í "stakar-einlitar-arkir"-bunkanum mínum. Ég notaði stimplasettið Stem Silhouettes frá SU í bakgrunnana, er alveg rosalega hrifin af þessu setti, en hef enn ekki notað það mikið, þar til núna. Myndastimplarnir eru héðan og þaðan, regnhlífastimpillinn er Whipper Snapper, fíllinn er Penny Black, sjóræningjakortið er SU stimplarúlla og litla sæta risaeðlan er stimpill sem Helgi keypti í London :)

Jan 5, 2008

Bakaradrengur


Ég skellti í eina síðu í gærkvöldi og hér er afraksturinn. Þetta eru myndir síðan í september líklega, en ég er búin að vera svo dugleg að baka í haust og alltaf er Rökkvi tilbúinn að hjálpa til og er ekkert smá áhugasamur og duglegur í eldhúsinu. Hann elskar líka að hjálpa til þegar ég er að elda og þá sérstaklega við að skola allt grænmetið og svona og fá að setja í pottana og hræra, það er toppurinn :)
En í síðuna notaði ég Periphery pp frá BGm, einhver Prima blóm og svo stimpla :)

Jan 4, 2008

Fyrstu síður ársins :)




Þá eru fyrstu síður ársins 2008 að dottnar inn. Gerði þessar 3 í gærkvöldi, er að vinna áfram í þessu venjulega albúmi, þessar myndir eru frá því í júlí og ágúst 2007. Allar síðurnar eru úr BG Mellow línunni, datt í hana í gær og notaði þá bara hana, enda er hún algjört æði. Svo eru þarna einhver stór prima blóm og svona :)