Feb 1, 2008

Nokkur kort :)
Ég fékk alveg ægilega skemmtilega sendingu frá SU um daginn, nýja stimpla og svona, þetta var auðvitað afmælisgjöfin til mín. En ég byrjaði strax að leika með þá og hér eru nokkur kort sem ég gerði.
Fyrsta kortið er skarpplift frá Möggu, bakgrunnur gerður með að nudda bleki á blað með svampi og svo stimplað yfir og að lokum sett UTEE yfir og brotið, bara varð að prófa þetta, fannst kortið hennar Möggu svo flott, á örugglega eftir að prófa fleiri útgáfur af þessu við tækifæri.
Næsta kort er svo skrapplift frá Svönu, en hún gerði mörg kort í þessum dúr fyrir jólin. Bakgrunnur er gerður með bláum og lillabláum stimpilpúðum og svampi, svo eru trén embossuð með svörtu dufti með glimmeri útí. Svo teiknaði ég nokkra fugla á tunglið :)
Síðasta kortið er bara svona út í loftið, fiktaði mig áfram með sömu hluti og í hinum 2 kortunum, bakgrunn og embossuð tré og UTEE yfir, á eftir að fikta fullt fullt meira :)

5 comments:

MagZ Mjuka said...

Æðisleg kort og ekkert smá cool að setja fugla á bakgrunninn. Alltaf ´gaman að leika með nýtt dót! :D

Anonymous said...

Kortin hjá þér eru GEGGJUÐ, ekkert smá flott hjá þér.

Gauja said...

æðisleg kort hjá þér :-)

hannakj said...

vá geggjað flott!!!

Anonymous said...

Æðisleg kort, nice touch að setja tungla á tunglið :-)

GuðrúnE