Oct 8, 2007

Skrappliftisíða :)


Ég ákvað að skrapplifta einni geggjaðri síðu frá Möggu Mjúku (sem hún skrapplifti einhvers staðar frá hihi). Hér er útkoman úr því, en ég notaði brúnan cardstock og svo bláan bazzil (úr Mellow bazzil pakkanum), svo 2 arkir úr Mellow línunni. Ég klæddi ch úr annari örkinni, en hin er í bakgrunni. Þarna eru svo Prima blóm og nokkrar tölur, stimplaði smá hring með FP "from the garden" stimplunum og handdútlaði smá í lokin. Stafirnir eru líka úr Mellow frá BG. Myndina (ásamt þeim sem verða á síðunni á móti) tókum við í ágúst í elliðaárdalnum, við fórum þangað í gönguferð í ljúfri síðsumarrigningu og það var BARA gaman :)

Oct 5, 2007

Aftur 2 í BOM :)



Jæja, ég er ekkert smá dugleg í þessu BOM verkefni (Book Of Me) og það er bara gaman sko. Nú voru verkefnin "hvað ég myndi segja mér sem 15 ára" og "27 markmið fyrir næsta afmæli". Þá er bara að setjast við tölvuna og opna word og gá hvað kemur út úr manni, og hér er semsagt útkoman. Fyrri síðan er unnin úr nýja Obscure pp frá BG, það er svona ekta ungligalína, pp er eins og hann hafi verið sprayaður og svo eru hauskúpur og krass á sumum blöðunum, haha, ég er alveg að fíla hann, þó hann sé skræpóttur. Hin síðan er svo úr nýja Bohemia pp, hann er bara fallegur í alla staði, svo fallegir litir og munstrin æði :)

Oct 1, 2007

2 í BOM :)



Gerði 2 síður í gærkvöldi, báðar eru BOM (Book Of Me). Önnur er um besta vin/vinkonu og í hana notaði ég BG pp úr Lillykate línunni í grunninn en restin af pp er frá MME úr Signature Life "Be" línunni. Titillinn er bazzil cb og MM rubon.
Hin síðan er um draumastarfið, eða "hvaða starf ég myndi vinna ef ég gæti alveg ráðið". PP í síðunni er úr Signature Life "Be" línunni frá MME og rubonið er frá BG :)