Feb 8, 2008

Stingupeysa :)


Þessa æðislegu stingupeysu fékst þú í jólagjöf frá "Möggu móðu" ásamt korti þar sem stóð að ef þessi stingupeysa passaði ekki yrði bara prjónuð á þig ný stingupeysa. Svo þú varst drifin í að máta peysuna á jóladag og varst svona líka ekki hrifinn, haha, vildir helst komast úr henni sem fyrst. En hún passaði svooo vel og varst þú því vaninn á að vera bara í henni og settum við á þig mjúka lambhúshettu innan undir rúllukragann og þá var allt í lagi :)
Síðan er svo unnin úr gömlum BG pappír úr Urban Couture línunni, með brúnan bazzil í grunninn :)

4 comments:

Gauja said...

æðisleg síða, skemmtilegir litir

Anonymous said...

Ég verð bara að byrja að segja hver æææðððiiisleg mér finnst peysan vera æðislegir litir og svaka töff munstrið, og strákurinn ógó töff í henni, og svo síðan hún er alveg geggjuð enda elska ég líka brúnan
kveðja
Árný

Hildur Ýr said...

geggjuð síða og geggjuð PEYSA!!

hannakj said...

æðislega flott síða! sætar myndir og svo flott peysan!