Feb 8, 2008

Meira skrapp í dag :)
Jæja, ég skrappaði bara svolítið meira í dag fyrst ég var byrjuð.
Fyrr síðan er áramótasíða, frá því núna um áramótin. Rökkvi var bara svolítið spenntur fyrir flugeldunum og vakti því fram yfir miðnætti í þetta skipti. PP er einhver Bohemia lína á MME, blómin eru jólablómin frá Prima.
Seinni síðan er scraplift frá Söndru (Bubble gum girl). Myndirnar eru frá því núna í janúar, við fórum út á róló í Kópavogi einn daginn og vorum með bolta og Rökkvi elskar að fara í fótbolta við pabba sinn, hehe. PP er Periphery frá BG og borðarnir líka, blómin eru frá Prima, stafirnir eru frekar gamalt HeidiSwapp chipboard :)

4 comments:

Anonymous said...

Þær eru alltaf flottar síðurnar þínar!!

hannakj said...

æðislegar báðar síðurnar!!!

Sonja said...

vááá æðislegar síðurnar þínar :)

Hildur Ýr said...

rosalega flottar síðurnar... þú varst ekkert smá öflug í gær!