May 18, 2007

Hjálparkokkur


Ég fór í gær og skrappaði með henni Agnesi úr dönskunni. Það var ýkt gaman. Og einmitt þar gerði ég þessa opnu um Rökkva litla hjálparkokk. Það er nebbla svo gaman að því hvað hann er orðinn duglegur að hjálpa til með allt. Hann vill geta og gera allt sem ég geri. Hann biður um að fá að koma með í búðina, svo hann geti keyrt kerruna fyrir mig og sett hlutina ofan í og svona. Það eina sem ég þarf að gera er að segja hvað við ætlum að kaupa og borga hehe. Hann heimtar að hella sjálfur mjólk í glasið sitt og hefur hingað til tekist það mjög vel, ég má sko ekki halda í fernuna, en meðan ekki sullast er í lagi að hann fái að spreyta sig. Hann kemur hlaupandi til að hjálpa mér í eldhúsinu og skipar mér að láta pottana vera, hann er sko að hræra hehe "mamma, sú kann ekki, bara ég kann". En eitt kvöldið núna tók ég nokkra myndir af honum í eldhúsinu, finnst hann svo myndarlegur þar og efnilegur kokkur. Pappírinn sem ég notaði er Cosmo cricket Wanted línan, finnst litirnir í pp passa svo vel við litina í myndunum og Rökkvi stendur þá aðeins útúr síðunum því náttfötin hans eru það eina sem sker sig úr. Jæja annars er nú ekkert mikið meira til að segja frá á síðunni :)

10 comments:

Anonymous said...

Þessi finnst mér sjúklega flott!!!
kv
Þórunn

Barbara Hafey. said...

Æðislegar síður :D
Og duglegi strákurinn :D
Vonandi heldur hann þessu svo við lengi vel :D

Svana Valería said...

dem woman hvað þú ert dugleg að skrappa núna !!!!! klapp klapp þetta er fullkomin opna

Hildur Ýr said...

FRÁBÆR OPNA!!! Verð að fá þessa línu...

MagZ Mjuka said...

Alveg æðipæði hjá þér. Ég elska litina sem þú notar. Very very flott og fjúff hvað þið þotur eruð ofvirkar í skrappinu þessa daga! Sem er bara gaman og frábært! ;)

Thelma said...

vá þessi er mjög flott hjá þér

Anonymous said...

Duglegur hjálparkokkur sem þú átt þarna. Mjög flott þessi opna og pp passar svo rosalega vel við myndirnar.

hannakj said...

Geggjuð opna! þú ert alveg óstöðvandi. Gefðu mér skrapp mojo! Svo flottir litir og allt passar vel. Gaman að þessu þegar krakkar eru svo sjálfstæð og vilja gera allt!

Anonymous said...

Pant fá þennan sæta kokk í heimsókn til mín :)
Gaman að sjá þig hérna með blogg og hvað þú ert dugleg að sinna áhugamálinu þínu ... væri sko til i að prófa (en þori ekki ef ég skyldi falla kylliflöt)

Heyrumst og sjáumst

Ásta Sóley

Unknown said...

þessi er bara flott :)