May 18, 2007

Leikskólaalbúmið


Ég var að gera enn eina síðuna, þessa hérna, hún er í leikskólaalbúmið hans Rökkva, það er að verða komið fullt albúm með myndum frá fyrsta árinu á leikskóla. Svo fer að koma að því að Rökkvi þurfi að skipta um leikskóla og ég ætla á næstunni að setja smá fútt í að klára þetta albúm og jafnvel líka albúmið með 2. árinu hans. Mig langar svo að fara með þessi albúm og lána leikskólanum til að skoða áður en hann hættir. Ég er nebbla þessi klikkaða mamma sem er alltaf að sníkja myndir brenndar á diska. Þau hengja svo oft upp myndir á veggina fyrir utan deildina og reglulega kem ég með disk og bið um að fá þær, svo ég geti skrappað þær hihi. Þau hafa oft undrast hvað ég sýni þessum myndum miklu meiri áhuga en nokkur önnur mamma, svo nú ætla ég bara að sýna þeim hvað ég geri við þær allar.

Allavega þá er síðan unnin úr bazzil pp í grunninn og Fancypants pp, Fancypants Chipboardi og svo er stimplað með Autumn leaves stimplum og auðvitað pínu bling. Titillinn er úr límmiðastöfum :)

12 comments:

MagZ Mjuka said...

úúú þessi er mjög svo sæt! Ég ætla líka að vera svona myndasjúk mamma þegar mínir ormar komast inn á leikskóla! :D

Thelma said...

vá þessi er líka mjög flott hjá þér

Barbara Hafey. said...

Flott síða :D
Ég var einmitt á Laufskálum áðan og spjallaði við Rökkva :D Algjör gaur :D

stína fína said...

vá flott síða :O)

Unknown said...

Æðislegar síðurnar þínar.

Anonymous said...

rosaflott og litasamsetningin góð (að vanda ;-) ) Sniðugt hjá þér að biðja um myndir, aldrei hef ég fattað að gera það.

Anonymous said...

Geggjuð síða og sniðugt þetta með albúmið um leikskólaárin hans:O)

Anonymous said...

Agalega flott síða hjá þér skvís :)

hannakj said...

ógó flott síða! hlakka svo til að fá allar myndir af snæju í leiskóla þegar hún hættir í sumar.

Unknown said...

geggjuð :)

Unknown said...

geggjuð :)

Anonymous said...

Flott síða hjá þér. Verður gaman fyrir þær á leikskólanum að sjá hvað þú ert að gera fallegar síður með myndunum sem þú ert að fá :)