May 17, 2007

Hjólaferð


Ég byrjaði á þessari síðu í gær og kláraði hana í morgun, hún er eftir skissu frá Beggu skissusnillingi. Pappírinn er úr Lilykate línunni frá BG, og svo notaði ég auðvitað nýju embossuðu primablómin, finnst þau algjört æði sko.

Allavega, myndirnar eru teknar þegar við fórum í fyrstu hjólaferðina á nýja hjólinu sem hann fékk í afmælisgjöf í lok apríl. Það var svo gott veður að ég ákvað að taka hjólið mitt með, sem btw var alveg loftlaust. Allavega, ég labbaði þarna með loftlausa hjólið og við ætluðum út á bensínstöð, og í byrjun var Rökkvi rosalega duglegur að hjóla, svo var hann bara svo þreyttur að þegar við vorum alveg að koma að bensínstöðinni þá bara gafst hann upp, fór af hjólinu og fór að fíflast eitthvað, ég varð alveg vitlaus og reyndi að fá hann til að hjóla pínu meira haha. Þetta endaði með því að ég hringdi í pabba hans, sem þá var á leiðinni heim úr vinnunni og fékk hann til að sækja greyið þreytta strákinn og nýja hjólið, en ég náði sætum myndum af honum meðan hann var duglegur ;)

9 comments:

Hildur Ýr said...

ótrúlega flott síða :)
Sætur þreytti snúðurinn þinn...

stína fína said...

æðisleg síða :O)

Heiðrún said...

til hamingju með bloggið þitt og flott síða..... æðisleg þessi nýju prima blóm,..... get ekki beðið eftir mínum sem fara að koma núna.

Þórunn said...

Mjög flott - æðislegir litir í henni!

Unknown said...

Geggjuð síða hjá þér, flottir litir og jeminn mig hlakkar svo til að fá mín svona blóm líka :)

og til hamingju með bloggið :) ég er búin að linka á þig :)

Helga said...

Alveg geggjuð þessi og dúttlið í kring kemur svo vel út :D

og til hamingju með bloggið þitt :)

hannakj said...

ógó flott síða!! embossuð blómin eru æði og gera svo mikið fyrir síðuna!

stína fína said...

æðislega flott síðan þín :O)

MagZ Mjuka said...

Meiriháttar síðan þín og þessi blóm eru bara brill! Flottir litir saman! ;)
Ætla að linka á þig snöggvast skvís! ;)