Jun 18, 2007

Mikið skrappað í dag :)




Í dag höfðum við Hildur Ýr skrappdag heima hjá mér. Afköstin teljum við vera mjög góð, þar sem við skröppuðum 3 síður hvor.

Efsta síðan er síða í BOM (book og me) albúmið. Þetta verkefni var "týpískkur íslendingur" þar sem við áttum að útskýra afhverju. Síðan er unnin eftir skissu frá Pagemaps, pp í síðunni er úr Perhaps línunni frá BG, ég prentaði út titilinn og setti auk þess bling og borða:)

Neðri síðurnar eru opna með myndum sem voru teknar fyrr í júní þegar við fjölskyldan fórum í bíltúr til Borgarness. Við stoppuðum hjá litlum skógi til að snarla smá þegar Rökkvi vaknaði eftir lúrinn sinn í bílnum, svo fórum við inn í Borgarnes og lékum okkur fullt (það verður önnur opna úr þeim myndum síðar).
PP í síðunni er frá K&co og Upsydaisy, embossuð prima blóm, MM rubon í titli og bling, fyrri síðan í opnunni er eftir skissu frá Þórunni ;)

8 comments:

Þórunn said...

geggjaðar síður!!

Anonymous said...

mjög flottar hjá þér og nýja klippingin massa flott :-)

Heiðrún said...

Glæsilegar síður og flott klippingin þín ;)

Hildur Ýr said...

Rosa flott, eins og ég var búin að segja þér :)

Anonymous said...

glæsilegar síður og mikill skrappkraftur hjá þér í dag.

Eyrún

Anonymous said...

Æðislegar síður:)
Kv. Bjarney

Anonymous said...

váá.. brilliant síður!!
sæt myndin af þér.
og rosalega er pappírinn flottur saman á seinni síðunum, hefði ekki dottið í hug að hafa þessar saman, en passa sjúklega vel saman!! stel því :)

Anonymous said...

Síðurnar þínar eru hver annarri fallegri. Æðisleg opnan í skógi. Efsta síðan er líka frábær, myndin ótrúlega góð af þér.