Jun 6, 2007

LoksinsJæja, þá er maður ekki búin að pósta neinu í nokkra daga og ástæðan fyrir því er margþætt. Ég tók upp á því að taka til í saumakassanum mínum og fann fullt af fallegu saumadóti sem ég datt svona rosalega í, en þar sem ég er marga daga með hvert stykki þá er ekkert tilbúið til að sýna, svo ég sýni það bara seinna. Svo er ég búin að vera að hjálpa vinkonu minni henni Hildi Ýr að koma sér fyrir eftir flutninga. Hún flutti núna um helgina í ægilega fína íbúð. Ég er samt búin að skrappa 2 síður um mig í þotualbúm sem mér bárust skemmtilega, en þar sem ég er ekki viss um hvort megi sýna þær síður fyrr en albúmaeigendurnir eru búnir að fá albúmin sín, þá er ég ekki búin að pósta þeim hingað inn.
En í gær fór ég á skrapphitting og dreif í að skrappa síðurnar sem eru hér við hliðina. Myndin á fyrri síðunni er tekinn síðast þegar Rökkvi fór í klippingu og fékk þessa skemmtilegu blöðru í verðlaun. En seinni síðan er með myndum af honum sem eru teknar hér heima, úti á palli. Pappírinn er úr Föndurstofunni og blómin eru frá Prima.

8 comments:

stína fína said...

vá geggjaðar síður hjá þér :O)

Anonymous said...

Æðislegar síður hjá þér:O)

Gogo said...

:)

Er svo hugmyndalaus skrifa eitthvað geggjað seinna :)

hannakj said...

æðislega flottar síður!! þessu frönsku pp línur eru ótrúlega flottar!

Þórunn said...

virkilega flottar síður!!

Anonymous said...

Rosalega flottar síður, finnst þær mjög spes.

Geggjuð blaðran sem hann fékk fyrir hárin :)

kv. ellen

Hildur Ýr said...

Flottar síður :)
Oooog enn og aftur takk fyrir hjálpina ;)

Unknown said...

bara flott :)