Jun 13, 2007

Kláraði og sýndi leikskólaalbúmið :)

Jæja, þá var leikskólaalbúmiið orðið fullt og ég fór með það í leikskólann í gær og skildi það eftir svo allir sem vildu gætu kíkt í það. Það vakti mikla lukku, held að öllum hafi fundist það geggjað (eða sko þær sögðu það allavega). Ég var nú hálffeimin þegar ég kom með það, en voða ánægð líka að geta sýnt þeim hvað ég geri við þetta dularfulla magn af myndum sem ég er alltaf að sníkja brenndar á disk.

Jæja, hef nú ekkert skrappað í dag, en aldrei að vita hvað gerist í kvöld, finnst eins og ég fari að detta í einhvern kortagír :)

2 comments:

Helga said...

skil þetta með feimnina, það er alltaf smá erfitt að koma með eitthvað persónulegt sem maður hefur gert sjálfur :D

Hildur Ýr said...

Enda er þetta líka ýkt flott albúm :):)