Jun 22, 2007

3 síður á dag...
er greinilega akkúrat það sem ég virðist afkasta á heilum skrappdegi :) Ég sat hjá Hildi Ýr í dag og við skröppuðum helling.

Fyrsta síðan er eftir skissu frá Hildi Ýr og myndin er rúmlega ársgömul. Pappírinn er Stella Ruby frá BG, svo notaði ég nýju FancyPants stimplana mína (þeir eru sko geggjaðir) og Prima blóm og bling (enda möst) :)

Næsta síða með myndum af Rökkva og pabba sínum á "pabbakaffi"-degi í leikskólanum. Pappírinn er Stella Ruby frá BG og svei mér þá ef síðan er ekki líka eftir skissu frá Hildi Ýr, svo notaði ég auðvitað nýju FancyPants stimplana :)

Síðasta síðan er úr Samantha línunni frá Crate, já ég missti mig aðeins í FancyPants stimpalana og setti svo Prima blóm og bling og eitt lítið dútlbling :)

6 comments:

Þórunn said...

æðislegar síður!!

MagZ Mjuka said...

vá frábærar síður hjá þér! :)

Hildur Ýr said...

Ennþá geggjað :)

hannakj said...

allar ofsalega flottar!!

Svana Valería said...

vá þær eru allar svaka flottar

Anonymous said...

Æðislegar síður hjá þér ;o)