Jun 19, 2007

Enn mikið skrappað




Annar dagurinn í röð sem við Hildur Ýr sitjum við skrappið heilan dag saman, í þetta sinn heima hjá henni. Það var rosa gaman og við skröppuðum báðar helling, ég gerði 3 síður.

Efsta síðan er með myndum sem eru teknar uppi í rúmi, þar sem Rökkvi var að segja mér hellings sögur. Pappírinn er allur úr Stella Ruby línunni frá BG, ég klæddi líka hornklofa chipboard með pp, svo er þarna eitt hvítt Prima blóm og tölur frá MM, skissan er eftir Þórunni :)

Önnur síðan er með myndum af Rökkva að skemma stóran turn hér heima. PP er úr Scarlett´s Letter línunni frá BG. Prima blóm og bling og dútl stimplað með AL stimplum, skissa eftir Þórunni:)

Neðsta síðan er úr pp úr Samantha línunni frá Crate Paper, blómin eru Bazzill blóm og svo er dútlað og blingað, skissa eftir Þórunni :)

8 comments:

Þórunn said...

æðislegar síðurnar þínar!! ertu ekki með í keppninni á blogginu mínu?

Hildur Ýr said...

Bara geggjaðar síður :) Er eiginlega hrifnust af þeirri neðstu... já, eða þeirri efstu (Stella Ruby gordjöss, Samantha GORDJÖSS) og svo finnst mér miðjusíðan líka svo flott, hvað þú gerir fínt við þennan Scarlet letter pp...
Hmmm... þær eru bara ALLAR flottastar, OK...
Hlakka til að skrappa með þér aftur á fimmtudaginn ;)

Anonymous said...

Æðislegar síður hjá þér. Félagsskapurinn við skrappið er eitt af því skemmtilegasta.

Anonymous said...

Geggjaðar síður, síðurnar þínar eru alltaf svo flottar:O)

hannakj said...

vá allar ótrúlega flottar!!! þú ert svo dugleg að skrappa!

Anonymous said...

mjög glæsilegar síður

Eyrún

Anonymous said...

Geggjaðar síður hjá þér ;o)

Anonymous said...

Flottar síður.

Ég vildi óska að ég hefði brot af skrapporkunni þinni og tíma reyndar líka.