Jun 11, 2007

Bestu vinir


Já, þeir eru sko langbestu vinir þeir Einar og Rökkvi. En það var sko ekki alltaf þannig. Ég man bara fyrsta daginn sem ég kom með Rökkva í aðlögun, þá var ég með honum í leikskólanum í klukkutíma. Hann hefur verið um 16 mánaða gamall. Allavega þá labbar upp að okkur lítill ljóshærður stubbur (3 mánuðum eldri en Rökkvi), horfir stíft framan í Rökkva og slær hann svo utanundir af miklum krafti og Rökkvi minn fór að háskæla og var mikið sár, enda óöruggur og á nýjum stað innan um fullt af ókunnugum krökkum. Ég benti fóstrunum (fyrirgefiði orðið, en ég nenni ekki að gera greinarmun á leikskólakennurum og leiðbeinandum og kalla því allt fólkið fóstrur) á hvað hafði gerst og fékk að heyra nafn drengsins sem sló, já Einar, ákvað nú að muna þetta nafn og var handviss um að þetta nafn ætti ég eftir að heyra mjög oft. Jújú mikið rétt, um leið og ég fór að skilja Rökkva eftir á leikskólanum þá var þetta nafnið sem var talað um eftir leikskóla og eftir því sem orðaforði Rökkva jókst fékk ég að heyra fleiri sögur af Einari, en þær voru nú allar góðar, enda voru þeir pjakkar laaaangbestu vinir alveg uppfrá þessu og eru enn í dag.

10 comments:

Gogo said...

Æðislega flott hjá þér :)

Anonymous said...

Þessi er líka æði:)
Kv. Bjarney

Þórunn said...

geggjuð!!

Svana Valería said...

æðislegar þessar síður hjá þér ,gaman að eiga sona leikskóla alb ,ég þarf að finna tíma í að halda áfram með alb hennar Emilíu

Anonymous said...

Æðislega síða og góða sagan....byrjaði ekki vel, en varð ánægjulegri...he he

hannakj said...

æðislega flott!!!

Helga said...

Æðisleg :D

Anonymous said...

Æðisleg síða. Skemmtileg þessi vinátta sem myndast á leikskólanum.

Unknown said...

þessi er er glæsileg :)

Anonymous said...

geggjðu síða
flott litasamsetning :)