Jun 30, 2007

Pokaalbúmakvöld



Á fimmtudaginn höfðum við lítið pokaalbúmakvöld hér heima hjá mér, við vorum 4 saman og ég sú eina sem hafði gert pokaalbúm áður. Þetta gekk nú samt ágætlega og í lok kvölds voru allar komnar með albúmið sjálft og sumar búnar með forsíðu. Ég kláraði bæði forsíðuna og baksíðuna sama kvöldið. Hér er svo afraksturinn, mitt albúm á semsagt að vera Afmælisdagabók. Ég notaði Stella Ruby pp frá BG í bæði forsíðuna og baksíðuna, smá bling á forsíðuna og stórt blóm, og dútlstimpill á baksíðuna, borðar úr ýmsum áttum:)

Jun 22, 2007

3 síður á dag...




er greinilega akkúrat það sem ég virðist afkasta á heilum skrappdegi :) Ég sat hjá Hildi Ýr í dag og við skröppuðum helling.

Fyrsta síðan er eftir skissu frá Hildi Ýr og myndin er rúmlega ársgömul. Pappírinn er Stella Ruby frá BG, svo notaði ég nýju FancyPants stimplana mína (þeir eru sko geggjaðir) og Prima blóm og bling (enda möst) :)

Næsta síða með myndum af Rökkva og pabba sínum á "pabbakaffi"-degi í leikskólanum. Pappírinn er Stella Ruby frá BG og svei mér þá ef síðan er ekki líka eftir skissu frá Hildi Ýr, svo notaði ég auðvitað nýju FancyPants stimplana :)

Síðasta síðan er úr Samantha línunni frá Crate, já ég missti mig aðeins í FancyPants stimpalana og setti svo Prima blóm og bling og eitt lítið dútlbling :)

Jun 19, 2007

Enn mikið skrappað




Annar dagurinn í röð sem við Hildur Ýr sitjum við skrappið heilan dag saman, í þetta sinn heima hjá henni. Það var rosa gaman og við skröppuðum báðar helling, ég gerði 3 síður.

Efsta síðan er með myndum sem eru teknar uppi í rúmi, þar sem Rökkvi var að segja mér hellings sögur. Pappírinn er allur úr Stella Ruby línunni frá BG, ég klæddi líka hornklofa chipboard með pp, svo er þarna eitt hvítt Prima blóm og tölur frá MM, skissan er eftir Þórunni :)

Önnur síðan er með myndum af Rökkva að skemma stóran turn hér heima. PP er úr Scarlett´s Letter línunni frá BG. Prima blóm og bling og dútl stimplað með AL stimplum, skissa eftir Þórunni:)

Neðsta síðan er úr pp úr Samantha línunni frá Crate Paper, blómin eru Bazzill blóm og svo er dútlað og blingað, skissa eftir Þórunni :)

Jun 18, 2007

Mikið skrappað í dag :)




Í dag höfðum við Hildur Ýr skrappdag heima hjá mér. Afköstin teljum við vera mjög góð, þar sem við skröppuðum 3 síður hvor.

Efsta síðan er síða í BOM (book og me) albúmið. Þetta verkefni var "týpískkur íslendingur" þar sem við áttum að útskýra afhverju. Síðan er unnin eftir skissu frá Pagemaps, pp í síðunni er úr Perhaps línunni frá BG, ég prentaði út titilinn og setti auk þess bling og borða:)

Neðri síðurnar eru opna með myndum sem voru teknar fyrr í júní þegar við fjölskyldan fórum í bíltúr til Borgarness. Við stoppuðum hjá litlum skógi til að snarla smá þegar Rökkvi vaknaði eftir lúrinn sinn í bílnum, svo fórum við inn í Borgarnes og lékum okkur fullt (það verður önnur opna úr þeim myndum síðar).
PP í síðunni er frá K&co og Upsydaisy, embossuð prima blóm, MM rubon í titli og bling, fyrri síðan í opnunni er eftir skissu frá Þórunni ;)

Jun 16, 2007

Skrapp í gær


til Hildar til að skrappa. Það reyndist mjög árangursrík skrappheimsókn. Ég skrappaði 1 opnu í venjulega Rökkva albúm og 1 síðu (og þá fyrstu) í nýtt leikskólaalbúm. Það er síðan sem birtist hérna með.

Síðan er úr pp frá MM (Making Memories), Rubonið í titlinum er líka frá MM, dútlstimplar frá AL (Autumn Leaves), journal stimpill frá AL, blóm frá Bazzill. Að lokum er síðan unnin eftir skissu frá Þórunni :)

Jun 13, 2007

Kláraði og sýndi leikskólaalbúmið :)

Jæja, þá var leikskólaalbúmiið orðið fullt og ég fór með það í leikskólann í gær og skildi það eftir svo allir sem vildu gætu kíkt í það. Það vakti mikla lukku, held að öllum hafi fundist það geggjað (eða sko þær sögðu það allavega). Ég var nú hálffeimin þegar ég kom með það, en voða ánægð líka að geta sýnt þeim hvað ég geri við þetta dularfulla magn af myndum sem ég er alltaf að sníkja brenndar á disk.

Jæja, hef nú ekkert skrappað í dag, en aldrei að vita hvað gerist í kvöld, finnst eins og ég fari að detta í einhvern kortagír :)

Jun 11, 2007

Bestu vinir


Já, þeir eru sko langbestu vinir þeir Einar og Rökkvi. En það var sko ekki alltaf þannig. Ég man bara fyrsta daginn sem ég kom með Rökkva í aðlögun, þá var ég með honum í leikskólanum í klukkutíma. Hann hefur verið um 16 mánaða gamall. Allavega þá labbar upp að okkur lítill ljóshærður stubbur (3 mánuðum eldri en Rökkvi), horfir stíft framan í Rökkva og slær hann svo utanundir af miklum krafti og Rökkvi minn fór að háskæla og var mikið sár, enda óöruggur og á nýjum stað innan um fullt af ókunnugum krökkum. Ég benti fóstrunum (fyrirgefiði orðið, en ég nenni ekki að gera greinarmun á leikskólakennurum og leiðbeinandum og kalla því allt fólkið fóstrur) á hvað hafði gerst og fékk að heyra nafn drengsins sem sló, já Einar, ákvað nú að muna þetta nafn og var handviss um að þetta nafn ætti ég eftir að heyra mjög oft. Jújú mikið rétt, um leið og ég fór að skilja Rökkva eftir á leikskólanum þá var þetta nafnið sem var talað um eftir leikskóla og eftir því sem orðaforði Rökkva jókst fékk ég að heyra fleiri sögur af Einari, en þær voru nú allar góðar, enda voru þeir pjakkar laaaangbestu vinir alveg uppfrá þessu og eru enn í dag.

leikskólaalbúmið í brennidepli


Nú er ég að vinna svolítið mikið í leikskólaalbúminu og hér er enn ein í það. Þessar myndir eru líklega frá því í lok síðasta sumars. Þarna er hann að pússla með henni Kollu á deildinni, sem hann fílar sko í botn (reyndar elskar hann allar stelpurnar sem vinna á deildinni).

Allavega, hér er nú bara brúnn bazzill í grunninn og svo einhver afgangur af gulum pp úr BG líklega lillykate línunni. Journal stimpill og svo dútlstimplar. Eitt stórt blóm sem ég hef líklega keypt í Europrís og tekið í sundur fyrir löngu síðan. Á blóminu er svo nælumetalskraut og einnig er smá gult bling í dútlinu :) Síðan er unnin eftir skissu frá Þórunni sem ég breytti samt svolítið :)

Jun 10, 2007

Ein án titils


Hér er ein síða sem fer í leikskólaalbúmið. Ég held þetta sé söngmappa sem hún er að sýna þeim á myndinni, en ég veit það samt ekki, mér finnst myndin bara sæt.

Bakgrunnur er hvítur cardstock úr Föndurstofunni og blái er bazzil, svo notaði ég nýju dútlstimplana mína og gömlu í bland og punsaði út hjörtu í ýmsum brúnum tónum, rikrak borði og svo eru smá handdútlaðar doppur, síðan er eftir skissu frá Þórunni :)

Jun 9, 2007

Vinir


Já þeir eru sætir vinir litla fjóreykið á leikskólanum, þeir Rökkvi, Einar, Baldvin og Halldór. Alltaf saman. Mjög snemma byrjaði Rökkvi að tala um þessa sömu stráka þega hann kom heim úr leikskólanum á daginn og enn eru það sömu nöfnin. Þessvegna finnst mér þessi mynd svo æðisleg, því þarna eru þeir saman vinirnir, svooo sætir :)

Þessi síða er eiginlega unnin úr afgöngum, grunnpp er úr einhverri Wild Asparagus línu, stakt blað sem ég átti eftir, brúni pp er Bohemia og brúni munstraði er frá Fancypants, en mér finnst þetta passa rosalæega vel saman. Svo notaði ég nýju dútlstimplana og journal stimpil, ég elska alla þessa nýju. Chipboardið er Crateboard og svo er bling í dútlinu. Síðan er svo unnin eftir skissu eftir Þórunni skissusnilling, ég elska skissurnar hennar og á sko eftir að nota fleiri :)

Jun 8, 2007

Elskar



Já hann Rökkvi elskar húsdýragarðinn. Hann er búinn að fara þangað 3var núna í lok mai og er ég nýbúin að skrappa eina síðu með myndum þaðan og hér er síða úr ferð 2. Í þetta sinn vildi hann klappa dýrunum en hefur hingað til verið pínu smeykur við þau, en samt voða spenntur fyrir þeim. Allavega, hann var svo mikið krútt að klappa öllum dýrunum og svona, og svo er auðvitað mikið stuð að leika sér fjölskyldugarðsmegin.

Já síðan er úr pp úr Scrap í Fjarðarkaupum (man ekki hvað pp heitir), svo notaði ég nýju dútlstimplana mína, þeir eru ÆÐI, takk fyrir!!!! og notaði líka skissu eftir hana Beggu :)

Jun 6, 2007

Loksins



Jæja, þá er maður ekki búin að pósta neinu í nokkra daga og ástæðan fyrir því er margþætt. Ég tók upp á því að taka til í saumakassanum mínum og fann fullt af fallegu saumadóti sem ég datt svona rosalega í, en þar sem ég er marga daga með hvert stykki þá er ekkert tilbúið til að sýna, svo ég sýni það bara seinna. Svo er ég búin að vera að hjálpa vinkonu minni henni Hildi Ýr að koma sér fyrir eftir flutninga. Hún flutti núna um helgina í ægilega fína íbúð. Ég er samt búin að skrappa 2 síður um mig í þotualbúm sem mér bárust skemmtilega, en þar sem ég er ekki viss um hvort megi sýna þær síður fyrr en albúmaeigendurnir eru búnir að fá albúmin sín, þá er ég ekki búin að pósta þeim hingað inn.
En í gær fór ég á skrapphitting og dreif í að skrappa síðurnar sem eru hér við hliðina. Myndin á fyrri síðunni er tekinn síðast þegar Rökkvi fór í klippingu og fékk þessa skemmtilegu blöðru í verðlaun. En seinni síðan er með myndum af honum sem eru teknar hér heima, úti á palli. Pappírinn er úr Föndurstofunni og blómin eru frá Prima.