Nov 13, 2007

Rökkvakort :)Já Rökkvi fékk að gera eitt jólakort með mér í gær. Ég var sko búin að embossa myndina þegar hann ákvað að hann vildi gera bílakort. Svo hjálpuðumst við að við restina, ég hélt við endann á pp renningnum á meðan hann límdi restina niður og svona, svo þurfti auðvitað að merkja kortið alveg eins og ég geri við öll mín kort. Hann stimplaði auðvitað sjálfur enda fullvanur því, svo héldum við saman á pennanum og ég sagði hvert hann ætti að fara og hann stýrði, en svo vildi hann bara skrifa sjálfur og það gekk svona ljómandi vel. Svo var hann svo stoltur af listaverkinu sínu að hann gekk um með það í höndunum þar til pabbi hans kom heim, svo hann gæti sýnt honum :) Hann er sko upprennandi skrappari drengurinn :)

6 comments:

Gogo said...

Guð hvað hann er myndarlegur hjá þér drengurinn :)

Anonymous said...

Ó hvað þetta er sætt:O)
Komið eitt fyrir afa og ömmur!!

Íris Dögg said...

Æðislegt kort!

Hildur Ýr said...

hann er sko snilli! :)

hannakj said...

Vá geggjað flott kort hjá Rökkva!!

Anonymous said...

bara þræl flott hjá honum :O)