Nov 9, 2007

Ný síða loksins:)


Ég fattaði allt í einu í gær að það væri liðinn rúmlega mánuður síðan ég gerði venjulega síðu, MÁNUÐUR! Ég er ekki viss um að það hafi nokkurn tíma liðið lengri tími á milli þess að ég gerði síðu. Eg ég er alveg búin að föndra smá í millitíðinni samt, nokkur kort og svona.
Jæja, hér er semsagt síða með myndum sem teknar voru núna í september, þegar við fórum litla fjölskyldan í smá bíltúr á Þingvelli, þar lögðum við bílnum og fórum í smá haustgöngu í gjánni, ekkert smá gaman, Rökkvi skoppaði um allt og hoppaði á milli allra steinanna og svona. Svo smelltum við nokkrum myndum enda fallegt veður og svona.
Í síðuna notaði ég Periphery Bazzil í grunninn, svo nokkrar ræmur af pp úr Periphery línunni frá BG. Gamalt BG dútlrubon og MM rubon í titilinn. Svo gerði ég blómið audda með TT stimplum :)

4 comments:

Sandra said...

Mjööög flott :) Það er svona álíka langt síðan að ég gerði síðu... er bara einhvernveginn ekki í fíling.

Anonymous said...

ábyggilega svipað síðan ég hef skrappað síðu, ég sem skrappaði á hverjum degi lol, en geggjuð síða hjá þér :O)

hannakj said...

váa geggjuð!!!

Hildur Ýr said...

bara ÆÐI :)