Nov 2, 2007

Jólakortafár :)

Jæja, ég datt í svaka kortagír í gærkvöldi og embossaði fullt og sullaði saman hinum og þessum duftum og glimmerum og þetta var voða gaman. Hér er allavega afraksturinn, heil 8 kort sýnist mér. Stimplarnir sem ég notaði eru þeir sem Helgi keypti handa mér í London og svo var ég að prófa að nota wersamark blekið (sem Helgi keypti líka) og gera svna "bakgrunna" og þannig, ýkt gaman. Í þetta notaði ég svo karton og smá munstraðan blitsen pp og einhverja borða héðan og þaðan :)

10 comments:

Sandra said...

Mjög sæt kort :) litlu trén á rauða kortinu eru æði :) :)

Thelma said...

rosalega flott kortin þín :-)

Íris Dögg said...

En þú dugleg, æðisleg kort!

:o)

Anonymous said...

vá þau eru bara æðislega flott :O)

Anonymous said...

Ferlega flott hjá þér, ég er sko alveg að fíla watermark eftir að ég prófaði þá sjálf nýlega :-)

Sonja said...

ógó flott hjá þér

Anonymous said...

Geggjuð jólakort:O)

hannakj said...

geggjað flott kort!!

Hulda said...

Geggjuð kort hjá þér! Ég á einmitt svona stimpil eins og stóra jólatréð, hef bara einhvern veginn ekki fundið réttu leiðina fyrir mig að nota það, finnst það samt svo flott.

Helga said...

vá flott :) æðislegt dúttljólatré