Jan 10, 2008

Níu kort í dag :)






Þá er ég búin að gera mín fyrstu kort ársins, en þau urðu óvart 9 talsins, fyrst ég var komin í kortagírinn. Ég átti nokkrar stimplamyndir sem ég var búin að vera að dunda mér við að lita og svona og notaði þær auðvitað. Svo notaði ég nú bara einhverjar stakar skrapparkir sem ég fann í "stakar-einlitar-arkir"-bunkanum mínum. Ég notaði stimplasettið Stem Silhouettes frá SU í bakgrunnana, er alveg rosalega hrifin af þessu setti, en hef enn ekki notað það mikið, þar til núna. Myndastimplarnir eru héðan og þaðan, regnhlífastimpillinn er Whipper Snapper, fíllinn er Penny Black, sjóræningjakortið er SU stimplarúlla og litla sæta risaeðlan er stimpill sem Helgi keypti í London :)

8 comments:

Anonymous said...

alveg meiriháttar kortin þín :O)

Anonymous said...

Ferlega flott hjá þér og þá er ég sérstaklega hrifin af bakgruninum. Það gerir ótrúlega mikið að hafa smá svona stimpl þar. Hvaða blek notaðir þú, það er mjög góður tónn í því fyrir bakgrunn?

GuðrúnE

Anonymous said...

Rosalega flott, finnst risaeðlustimpillinn algjört krútt :D

hannakj said...

vá æðislega flottar!!!

Sara said...

Guðrún, ég notaði Wersamark-watermark blek í bakgrunnana :)

Anonymous said...

Rosa flott kort hjá þér skvís!

Kveðja, Inga

Steina said...

Æðisleg kort hjá þér :)

Hildur Ýr said...

þau eru öll frábær