Dec 9, 2007
Piparkökur :)
Jæja, við helltum okkur í það að skreyta piparkökuhús og mála piparkökur. Rökkvi var alveg ýkt ýkt spenntur og byrjaði af miklum krafti, en fljótt varð hann leiður á þessu og fór að gera eitthvað annað. Þá sat ég ein eftir og uppi með heilt piparkökuhús, haha, sem ég skreytti auðvitað, en Rökkvi kom nú hlaupandi til mín inn á milli og bannaði mér að snerta smartísið, hann ætlaði sko að setja það á og það mátti sko ekkert nota alla litina takk. En þetta varð útkoman, haha, en það skal tekið fram að þetta er í fyrsta sinn sem ég geri piparkökuhús sem fullorðin, man eftir að hafa verið þessi sem var hlaupandi með nammið einhvern tíma :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Rosalega flott hjá ykkur :) En ég kannast sko við að það sé ekki nennt að vera með allan tímann í bakstri og föndri hihi
Rosa flott hús og piparkökur:O)
Þetta er voða flott hús hjá ykkur og piparkökur vá.
Kveðja, Inga skrappari
Ekkert smá flott hjá þér :Þ
ji hvað þetta er sætt hjá þer.
rosalega sætt hús og kökurnar :D
Vá ekkert smá flott piparkökuhús hjá ykkur mæðginunum! =)
Bara búin að baka og læti... nú er bara verið að læra á þessu heimili en ég legg til að um leið og tími gefst eftir prófin og svona að við hittumst í föndur... þarf nauðsynlega að komast í föndur...
Post a Comment