May 28, 2007

Mömmugrúppan


Þann 19. maí síðastliðinn hittist mömmugrúppan í Fjölskyldu og húsdýragarðinum til að halda uppá að öll börnin væru orðin 3gja ára. Við hittumst þarna snemma, eða rétt um 10 og þá byrjuðu krakkarnir á því að fara í litlu bílana og keyra, áður en allt fylltist af fólki, við grilluðum svo rétt fyrir hádegi. Allavega, þetta var M12 daginn og bilað mikið af fólki og svona, en alveg æðislega gaman hjá okkur samt. Veðrið var geggjað gott og börnin hlupu um og léku.
Jæja, hér er svo opna með myndunum frá deginum, tók auðvitað fullt af myndum og þetta eru þær bestu. Pappírinn er Fancypants og svo notaði ég nýju embossed Prima blómin, Fancypants chipboard og svolítið bling :)

May 26, 2007

Nafnið mitt


Hér er ein síða um nafnið mitt, þetta er auðvitað síða í BOM albúmið mitt. Síðan er úr BG Perhaps línunni, blómið fékk ég hjá Hildi Ýr og titillinn er Prima chipboard (þau eru samt brúnni í alvörunni, ekki svona lillablá, skönnuðust bara svona). Fyrri textinn á síðunni er frá mömmu um afhverju nafnið var valið, hinn textinn er af spjaldi sem ég átti um merkingu nafnsins Sara. En sjálf er ég bara mjög ánægð með nafnið, myndi ekki vilja heita neitt annað :)

May 25, 2007

Skrappidískrapp



Jæja, þá er ég búin að skrappa 27 síður í maí, my scans mappan í tölvunni heldur samviskusamlega bókhald yfir það, en ég byrjaði líka í sumarfríi 8. maí og er bara næstum búin að skrappa á hverjum einasta degi síðan, er alveg óstöðvandi.

Hér eru svo síður dagsins, efri síðuna kláraði ég nú samt í gærkvöldi en nennti ekki að setja inn, fór bara að sofa. Hún er í leikskólaalbúmið og er með myndum af Rökkva að tromma á dollur. Ég er voða ánægð með endanlega útkomu á þessari síðu, en það leit ekki allan tímann út fyrir að hún yrði flott. Síðan er úr afgöngum úr Crate pp pakka.

Seinni síðan er í BOM (book of me) verkefninu. Við áttum að telja upp löndin sem við höfum komið til og gera síðu um það, hér er mín. Var í svolitlum vandræðum með að gera þessa síðu því ég átti ægilega fínan landapappír (sem var í ljótapappírsbunkanum) sem ég sá ekki fram á að nota, en ef ekki í þessa síðu þá aldrei, svo ég neyddi mig til að nota þennan pp þrátt fyrir að fíla hann ekki alveg. Skar út Íslandið og notaði svo allra síðustu afgangana af Crate pp pakkanum og á endanum small hún alveg saman, svo ég er sátt :)

May 24, 2007

Fjör


Já mér datt enginn betri titill í hug fyrir þessa síðu, enda myndirnar svona svolítið úr öllum áttum, teknar í sama mánuði í leikskólanum. Þessi síða fer semsagt í leikskólaalbúmið. Munstraði pp er Kaleidoscope frá MME og svo er á síðunni BG rubon og BG stafalímmiðar. Ætli þetta verði nú ekki síðasta síðan í dag, en ég held áfram að setja inn síður, því það stefnir allt í annan langan skrappdag með Hildi á morgun, sem er argandi snilld. En við sátum semsagt saman heima hjá mér og skröppuðum í allan dag :)

Síða í leikskólaalbúmið


Hér er enn ein í leikskólaalbúmið hans Rökkva. Þessi er nú hálfgerð afgangasíða, þar sem ég notaði afganga frá opnunni á undan, skar þá til í reiti og notaði svo blingdútl og TT stimplablóm. Ég er voða sátt við þessa og er farin að hlakka til að sýna leikskólastarfsfólkinu albúmið:)

Ég er algjörlega ofvirk þessa dagana og bara skrappa og skrappa, en þetta er bara svooooo gaman. Allavega gerði ég þessa síðu í gærkvöldi. Hún er úr Bohemia pp og Bazzill chipboard í titli, smá bling og TT stimplablóm. Myndirnar eru teknar einn daginn núna í maí þegar við fórum í bíltúr í áttina að Laugavatni. Við fórum með teppi og nesti og fórum í alvöru lautarferð. Rökkvi var mjög hrifinn :)

May 23, 2007

Ég elska Wanted línuna


og þessi opna er einmitt úr henni :) Myndirnar á vinstri síðunni eru teknar mjög snemma einn morguninn úti á palli. Myndirnar á hægri síðunni eru svo teknar seinna sama dag þegar Rökkvi var að hjálpa pabba sínum og afa að smíða. Ég hef heyrt að hann sé mjög handlaginn hann Rökkvi ;)Síðuna skrappaði ég svo í dag úr Wanted línunni frá Cosmo Cricket. Ég notaði líka aðra dútlstimpla en ég er vön, enda kom Hildur Ýr til mín í dag og við ætluðum að skrappa, en enduðum með að skiptast bara á stimplum og svona. Síðurnar eru svo eftir nýjustu skissunni hennar Þórunnar, en ég bæði speglaði hana og stílfærði aðeins á leiðinni :)

May 19, 2007

Veskið mitt


Hér er ein síða í BOM (Book of me) albúmið mitt. Þetta verkefni var einfaldlega þannig að við áttum að sturta úr veskinu og taka mynd af því og segja frá því, allavega var veskið mitt óvenju snyrtilegt þennan dag, enda er ég ekki vön að vera bæði með skólatösku og veski og er ég búin að vera með skólatöskuna í allan vetur og bara nýbúin að skipta yfir í veskið. Allavega, þrælskemmtilegt allt þetta BOM verkefni.

PP er BG Scarletts Letter, og einn pp úr Black Tie, og svo eru þarna Prima blóm, bæði þessi litlu og þetta stóra, eníhú :)

May 18, 2007

Leikskólaalbúmið


Ég var að gera enn eina síðuna, þessa hérna, hún er í leikskólaalbúmið hans Rökkva, það er að verða komið fullt albúm með myndum frá fyrsta árinu á leikskóla. Svo fer að koma að því að Rökkvi þurfi að skipta um leikskóla og ég ætla á næstunni að setja smá fútt í að klára þetta albúm og jafnvel líka albúmið með 2. árinu hans. Mig langar svo að fara með þessi albúm og lána leikskólanum til að skoða áður en hann hættir. Ég er nebbla þessi klikkaða mamma sem er alltaf að sníkja myndir brenndar á diska. Þau hengja svo oft upp myndir á veggina fyrir utan deildina og reglulega kem ég með disk og bið um að fá þær, svo ég geti skrappað þær hihi. Þau hafa oft undrast hvað ég sýni þessum myndum miklu meiri áhuga en nokkur önnur mamma, svo nú ætla ég bara að sýna þeim hvað ég geri við þær allar.

Allavega þá er síðan unnin úr bazzil pp í grunninn og Fancypants pp, Fancypants Chipboardi og svo er stimplað með Autumn leaves stimplum og auðvitað pínu bling. Titillinn er úr límmiðastöfum :)

Hjálparkokkur


Ég fór í gær og skrappaði með henni Agnesi úr dönskunni. Það var ýkt gaman. Og einmitt þar gerði ég þessa opnu um Rökkva litla hjálparkokk. Það er nebbla svo gaman að því hvað hann er orðinn duglegur að hjálpa til með allt. Hann vill geta og gera allt sem ég geri. Hann biður um að fá að koma með í búðina, svo hann geti keyrt kerruna fyrir mig og sett hlutina ofan í og svona. Það eina sem ég þarf að gera er að segja hvað við ætlum að kaupa og borga hehe. Hann heimtar að hella sjálfur mjólk í glasið sitt og hefur hingað til tekist það mjög vel, ég má sko ekki halda í fernuna, en meðan ekki sullast er í lagi að hann fái að spreyta sig. Hann kemur hlaupandi til að hjálpa mér í eldhúsinu og skipar mér að láta pottana vera, hann er sko að hræra hehe "mamma, sú kann ekki, bara ég kann". En eitt kvöldið núna tók ég nokkra myndir af honum í eldhúsinu, finnst hann svo myndarlegur þar og efnilegur kokkur. Pappírinn sem ég notaði er Cosmo cricket Wanted línan, finnst litirnir í pp passa svo vel við litina í myndunum og Rökkvi stendur þá aðeins útúr síðunum því náttfötin hans eru það eina sem sker sig úr. Jæja annars er nú ekkert mikið meira til að segja frá á síðunni :)

May 17, 2007

Hjólaferð


Ég byrjaði á þessari síðu í gær og kláraði hana í morgun, hún er eftir skissu frá Beggu skissusnillingi. Pappírinn er úr Lilykate línunni frá BG, og svo notaði ég auðvitað nýju embossuðu primablómin, finnst þau algjört æði sko.

Allavega, myndirnar eru teknar þegar við fórum í fyrstu hjólaferðina á nýja hjólinu sem hann fékk í afmælisgjöf í lok apríl. Það var svo gott veður að ég ákvað að taka hjólið mitt með, sem btw var alveg loftlaust. Allavega, ég labbaði þarna með loftlausa hjólið og við ætluðum út á bensínstöð, og í byrjun var Rökkvi rosalega duglegur að hjóla, svo var hann bara svo þreyttur að þegar við vorum alveg að koma að bensínstöðinni þá bara gafst hann upp, fór af hjólinu og fór að fíflast eitthvað, ég varð alveg vitlaus og reyndi að fá hann til að hjóla pínu meira haha. Þetta endaði með því að ég hringdi í pabba hans, sem þá var á leiðinni heim úr vinnunni og fékk hann til að sækja greyið þreytta strákinn og nýja hjólið, en ég náði sætum myndum af honum meðan hann var duglegur ;)

May 16, 2007

Bara prófa :)


Jæja, ég hélt nú sjálf að ég yrði síðasta manneskjan til að fara eitthvað blogga, en ég ákvað nú samt bara rétt í þessu að prófa að halda úti svona skrappbloggi. Hér mun ég pósta inn síðunum mínum og segja hugsanlega eitthvað frá þeim...stundum. Annars verður bara að koma í ljós hvernig þetta verður :)
Allavega, þá ætla ég að láta eina síðu sem ég gerði í dag fylgja með. Myndirnar eru teknar á sumardaginn fyrsta. Snúðurinn minn fór með ömmu sinni á skíði þann dag og kom svona brenndur og sætur heim aftur. Hann er nú búinn að jafna sig að fullu og er bara brúnn og sætur. En síðan er úr Fancypants pp :)