Dec 31, 2007

Síðustu BOM síðurnar :)




Jæja, þá er ég búin með öll verkefni þessa árs. Hér eru síðustu síðurnar í því:)

Dec 29, 2007

Nokkrar nýjar BOM síður :)





jájá, þá er sko verið að nota síðustu daga ársins í að vinna upp BOM (Book Of Me) verkefni ársins til að vera nú með í pottinum góða. Eníhú, ætla ekkert að segja mikið um þessar síður, nema þetta eru síður eftir fyrirfram ákveðnum fyrirmælum og hér er afrakstur síðustu daga :)

Dec 9, 2007

Piparkökur :)



Jæja, við helltum okkur í það að skreyta piparkökuhús og mála piparkökur. Rökkvi var alveg ýkt ýkt spenntur og byrjaði af miklum krafti, en fljótt varð hann leiður á þessu og fór að gera eitthvað annað. Þá sat ég ein eftir og uppi með heilt piparkökuhús, haha, sem ég skreytti auðvitað, en Rökkvi kom nú hlaupandi til mín inn á milli og bannaði mér að snerta smartísið, hann ætlaði sko að setja það á og það mátti sko ekkert nota alla litina takk. En þetta varð útkoman, haha, en það skal tekið fram að þetta er í fyrsta sinn sem ég geri piparkökuhús sem fullorðin, man eftir að hafa verið þessi sem var hlaupandi með nammið einhvern tíma :)

Nov 16, 2007

Músakort




Rökkvi settist hjá mér inn í skrappherbergi í gær og sagði við mig: "mamma, mig langar til að gera eitthvað skemmtilegt" "já, eins og hvað?" svaraði ég, og þá kom bara "mamma, mig langar að búa til kort", og mér faaaannnst þetta svoooo krúttað. En allavega, við ákvaðum þá að búa til músakort og náðum í stimpil og byrjuðum að stimpla og lita músamyndir. En eirðin hans Rökkvi náði ekki svo langt að úr því yrðu kort, en ég hins vegar sat uppi með fullt af stimpluðum músamyndum, sem í dag voru svo heppnar að verða að kortum.
Hér eru 3 sýnishorn, en í allt gerði ég 12 músakort, öll með sömu myndinni og öll úr eins rauðu kartoni í grunninn, munstraði pp er svo bara afgangar og svona :)

Saumaskapur :)


Sumir vita það nú þegar, en ég geri semsagt ýmislegt fleira en að skrappa og búa til kort, þó það sé vissulega "aðal" föndrið mitt. En í sumar byrjaði ég að sauma út pínulitla stjörnumerkjamynd. Hún er í raunveruleikanum 9 cm á alla kanta frá ysta saum að þeim ysta. En í einni lengju af sporum eru 90 spor, svo hvert spor er um 1 mm. En loksins fyrst núna er verkið tilbúið, já ég er búin að grípa í það af og til síðan í sumar. Nú vantar mig bara sætan lítinn ramma í réttri stærð en það kemur við tækifæri. Hér er allavega saumamyndin :)

Nov 14, 2007

Nokkur jólakort í viðbót:)



Jæja ég gerði nokkur kort um daginn (þegar Rökkvi var að föndra með mér) en ég var ekki búin að setja þau inn. Það er nú bara karton í kortunum sjálfum og svo litaðar stimplamyndir frá öðrum (snjókallinn er úr Frosty settinu frá SU sem Hildur á). Svo notaði ég afganga af BG jólapp og eitthvað pínu skraut svona :)

Nov 13, 2007

Rökkvakort :)



Já Rökkvi fékk að gera eitt jólakort með mér í gær. Ég var sko búin að embossa myndina þegar hann ákvað að hann vildi gera bílakort. Svo hjálpuðumst við að við restina, ég hélt við endann á pp renningnum á meðan hann límdi restina niður og svona, svo þurfti auðvitað að merkja kortið alveg eins og ég geri við öll mín kort. Hann stimplaði auðvitað sjálfur enda fullvanur því, svo héldum við saman á pennanum og ég sagði hvert hann ætti að fara og hann stýrði, en svo vildi hann bara skrifa sjálfur og það gekk svona ljómandi vel. Svo var hann svo stoltur af listaverkinu sínu að hann gekk um með það í höndunum þar til pabbi hans kom heim, svo hann gæti sýnt honum :) Hann er sko upprennandi skrappari drengurinn :)

Nov 9, 2007

Ný síða loksins:)


Ég fattaði allt í einu í gær að það væri liðinn rúmlega mánuður síðan ég gerði venjulega síðu, MÁNUÐUR! Ég er ekki viss um að það hafi nokkurn tíma liðið lengri tími á milli þess að ég gerði síðu. Eg ég er alveg búin að föndra smá í millitíðinni samt, nokkur kort og svona.
Jæja, hér er semsagt síða með myndum sem teknar voru núna í september, þegar við fórum litla fjölskyldan í smá bíltúr á Þingvelli, þar lögðum við bílnum og fórum í smá haustgöngu í gjánni, ekkert smá gaman, Rökkvi skoppaði um allt og hoppaði á milli allra steinanna og svona. Svo smelltum við nokkrum myndum enda fallegt veður og svona.
Í síðuna notaði ég Periphery Bazzil í grunninn, svo nokkrar ræmur af pp úr Periphery línunni frá BG. Gamalt BG dútlrubon og MM rubon í titilinn. Svo gerði ég blómið audda með TT stimplum :)

Nov 8, 2007

Jólatré :)


Hér eru nokkur kort með jólatrjám framan á. Hér notaði ég bátt karton og stimplaði það með versamark bleki með svona stjörnustimpli frá SG. Svo raðaði ég saman hjörtum í jólatré og límdi niður :)

Nov 7, 2007

Fleiri jólakort :)


Ég ákvað að gera nokkur jólakort í gærkvöldi og skellti í þessi hérna (og nokkur önnur eins í viðbót).
Stimpillinn er su stimplahjól, embossað með silfruðu, pp er bara karton, svo eru mismunandi prima blóm á hverju korti :)

Nov 4, 2007

Fjöldaframleiðsla :)


Ég gerði nokkur kort í viðbót um helgina, já þau eru nú næstum alveg eins öll eða svona því sem næst, örlítið misjafnt hvaða munstraði pp var notaður og hvaða borði passaði við, en heildarútlitið það sama. Þetta er stimpill frá London embossaður með grænu dufti með grænu glimmeri í :)

Nov 2, 2007

Jólakortafár :)





Jæja, ég datt í svaka kortagír í gærkvöldi og embossaði fullt og sullaði saman hinum og þessum duftum og glimmerum og þetta var voða gaman. Hér er allavega afraksturinn, heil 8 kort sýnist mér. Stimplarnir sem ég notaði eru þeir sem Helgi keypti handa mér í London og svo var ég að prófa að nota wersamark blekið (sem Helgi keypti líka) og gera svna "bakgrunna" og þannig, ýkt gaman. Í þetta notaði ég svo karton og smá munstraðan blitsen pp og einhverja borða héðan og þaðan :)

Nov 1, 2007

Smá svona :)



Jæja, ég var að hlusta á 2 fyrirlestra úr skólanum í gær (heima í tölvunni sko) og ákvað að nota pínu tímann og dunda mér eitthvað á meðan, enda hef ég svooo lítið getað föndrað undanfarið útaf skólanum. En sem sagt, þetta er frekar einfalt og svona, enda var borðið mitt undirlagt af glósum og svona á meðan, en ég fann smá laust pláss og föndraði þessi 3 litlu kort og nokkra jólapakkamerkimiða :)
Stimplarnir á merkimiðunum eru SU Merry and bright
En stimpilinn á kortunum keypti Helgi handa mér í London :)

Oct 8, 2007

Skrappliftisíða :)


Ég ákvað að skrapplifta einni geggjaðri síðu frá Möggu Mjúku (sem hún skrapplifti einhvers staðar frá hihi). Hér er útkoman úr því, en ég notaði brúnan cardstock og svo bláan bazzil (úr Mellow bazzil pakkanum), svo 2 arkir úr Mellow línunni. Ég klæddi ch úr annari örkinni, en hin er í bakgrunni. Þarna eru svo Prima blóm og nokkrar tölur, stimplaði smá hring með FP "from the garden" stimplunum og handdútlaði smá í lokin. Stafirnir eru líka úr Mellow frá BG. Myndina (ásamt þeim sem verða á síðunni á móti) tókum við í ágúst í elliðaárdalnum, við fórum þangað í gönguferð í ljúfri síðsumarrigningu og það var BARA gaman :)

Oct 5, 2007

Aftur 2 í BOM :)



Jæja, ég er ekkert smá dugleg í þessu BOM verkefni (Book Of Me) og það er bara gaman sko. Nú voru verkefnin "hvað ég myndi segja mér sem 15 ára" og "27 markmið fyrir næsta afmæli". Þá er bara að setjast við tölvuna og opna word og gá hvað kemur út úr manni, og hér er semsagt útkoman. Fyrri síðan er unnin úr nýja Obscure pp frá BG, það er svona ekta ungligalína, pp er eins og hann hafi verið sprayaður og svo eru hauskúpur og krass á sumum blöðunum, haha, ég er alveg að fíla hann, þó hann sé skræpóttur. Hin síðan er svo úr nýja Bohemia pp, hann er bara fallegur í alla staði, svo fallegir litir og munstrin æði :)

Oct 1, 2007

2 í BOM :)



Gerði 2 síður í gærkvöldi, báðar eru BOM (Book Of Me). Önnur er um besta vin/vinkonu og í hana notaði ég BG pp úr Lillykate línunni í grunninn en restin af pp er frá MME úr Signature Life "Be" línunni. Titillinn er bazzil cb og MM rubon.
Hin síðan er um draumastarfið, eða "hvaða starf ég myndi vinna ef ég gæti alveg ráðið". PP í síðunni er úr Signature Life "Be" línunni frá MME og rubonið er frá BG :)

Sep 29, 2007

Nýjar BOM síður :)




Loksins dreif ég mig í að gera nokkar síður í BOM verkefnið góða, jájá, þau hrúgast upp verkefnin svo það er um að gera að safna þeim ekki lengi. En þetta eru líka ýkt skemmtileg verkefni svo engin ástæða til.

Fyrsta síðan er um "frægu stjörnuna mína" og OMG þetta var auðvita bara skemmtilegt sko, þurfti að gúggla leeeengi og skoða aaaaaalllaaar myndirnar veeeeel og leeengi haha, já gat svo valið á endanum. Helt að við ættum að gera svona lista með 5 celeb sem maður myndi vilja ... sjúddírarírei, en það reyndist erfitt að velja 5. Eftir alla fyrirhöfnina komst ég að því að maður þurfti ekkert að velja 5, bara einn, en ein hafði bara valið 5 eins og í Friends muniði og ég hélt þess vegna að maður ætti að gera það, og ákvað að halda mig bara við það fyrst listinn var loksins kominn saman (og plastaður). Jæja pp er Blush frá BG :)

Hinar síðurnar eru um foreldrana sem áhrifavalda í lífi okkar, mjög skemmtilegt líka. PP aftur Blush línan, dútlstimplar frá FP og rubon frá BG og juornalbox rubon frá foof-a-la :) Njótið vel og leeeengi :)

Sep 28, 2007

Nokkur jólakort :)






Í gærkvöldi ákvað ég að föndra nokkur jólakort enda var ég búin að lita nokkrar myndir og svona, búin að prófa nýja bílstimpilinn minn frá SU. Allavega hér eru kortin, þetta er nú bara rautt og grænt karton og svo smá borðar og stimplamyndir, frekar einföld kort, svo er embossað á þau "Gleðileg jól" og kannski eitt blóm eða smá skraut :) Já svo gerði ég nokkra jólapakkamerkimiða og notaði stimplana "Merry and bright" sem Hildur Ýr á, mér finnst þeir æði :)

Sep 19, 2007

Ein í vestfjarðaalbúmið :)


Hér er ein ný síða í vestfjarðaalbúmið. Þessi síða er úr hinum mjög svo fallega nýja BG pappír, línan heitir Periphery, dútlið og útklippta blómið og það er allt úr þessari sömu línu frá BG, grænu blómin efst á síðunni eru frá Prima. Myndirnar eru teknar í bílnum á leiðinni heim eftir æðislega viku fyrir vestan :)

Sep 17, 2007

jólakortamyndaalbúm :)



Já það er víst nýjasta hugmyndin mín, ég bjó sem sagt til pokaalbúm í stærðinni 8x8 og ætla að hafa það albúm fyrir jólakortamyndirnar sem við sendum frá okkur næstu árin. Ég ákvað að byrja á árinu 2004, sem var fyrsta árið sem við sendum mynd í jólakorti enda fyrstu jólin hans Rökkva. Ég er búin með 2 síður í albúmið, jólin 2004 og 2006, á svo eftir að gera fyrir 2005 og svo bara eina síðu í albúmið á ári.
Hér eru þessar 2 síður, báðar úr BG jólapp:)

Sep 16, 2007

Myndakassi :)



Jæja, þá er skólinn byrjaður aftur í öllu sínu veldi, með heimavinnu og lestri eins og ég veit ekki hvað, ég sem ætlaði að vera svooooo dugleg að skrappa í haust og svona, pósa allta reglulega hingað og þannig. En allavega þá gerði ég einn myndakassa síðastliðið föstudagskvöld meðan ég hlustaði á fyrirlestur á netinu. Hann er úr bazzil pp og síðurnar eru úr K'ology, blóm frá Prima og bling.

Aug 23, 2007

Taska



Jæja, þá er ég búin að sitja heima og gera tösku hihi, í stíl við litla kortaboxið sem ég gerði um daginn, í hana ætla ég svo að setja nokkur kort og gefa seinna :) Njótið vel

Fleiri kort





Sko ég gerði nefninlega fleiri kort en þessi 2, en það virðist ekki vera hægt að setja inn nema max 5 myndir í einu, svo hér eru myndir af hinum kortunum sem ég gerði :) Þetta eru House-mouse stimplar :)