Sep 29, 2007

Nýjar BOM síður :)




Loksins dreif ég mig í að gera nokkar síður í BOM verkefnið góða, jájá, þau hrúgast upp verkefnin svo það er um að gera að safna þeim ekki lengi. En þetta eru líka ýkt skemmtileg verkefni svo engin ástæða til.

Fyrsta síðan er um "frægu stjörnuna mína" og OMG þetta var auðvita bara skemmtilegt sko, þurfti að gúggla leeeengi og skoða aaaaaalllaaar myndirnar veeeeel og leeengi haha, já gat svo valið á endanum. Helt að við ættum að gera svona lista með 5 celeb sem maður myndi vilja ... sjúddírarírei, en það reyndist erfitt að velja 5. Eftir alla fyrirhöfnina komst ég að því að maður þurfti ekkert að velja 5, bara einn, en ein hafði bara valið 5 eins og í Friends muniði og ég hélt þess vegna að maður ætti að gera það, og ákvað að halda mig bara við það fyrst listinn var loksins kominn saman (og plastaður). Jæja pp er Blush frá BG :)

Hinar síðurnar eru um foreldrana sem áhrifavalda í lífi okkar, mjög skemmtilegt líka. PP aftur Blush línan, dútlstimplar frá FP og rubon frá BG og juornalbox rubon frá foof-a-la :) Njótið vel og leeeengi :)

Sep 28, 2007

Nokkur jólakort :)






Í gærkvöldi ákvað ég að föndra nokkur jólakort enda var ég búin að lita nokkrar myndir og svona, búin að prófa nýja bílstimpilinn minn frá SU. Allavega hér eru kortin, þetta er nú bara rautt og grænt karton og svo smá borðar og stimplamyndir, frekar einföld kort, svo er embossað á þau "Gleðileg jól" og kannski eitt blóm eða smá skraut :) Já svo gerði ég nokkra jólapakkamerkimiða og notaði stimplana "Merry and bright" sem Hildur Ýr á, mér finnst þeir æði :)

Sep 19, 2007

Ein í vestfjarðaalbúmið :)


Hér er ein ný síða í vestfjarðaalbúmið. Þessi síða er úr hinum mjög svo fallega nýja BG pappír, línan heitir Periphery, dútlið og útklippta blómið og það er allt úr þessari sömu línu frá BG, grænu blómin efst á síðunni eru frá Prima. Myndirnar eru teknar í bílnum á leiðinni heim eftir æðislega viku fyrir vestan :)

Sep 17, 2007

jólakortamyndaalbúm :)



Já það er víst nýjasta hugmyndin mín, ég bjó sem sagt til pokaalbúm í stærðinni 8x8 og ætla að hafa það albúm fyrir jólakortamyndirnar sem við sendum frá okkur næstu árin. Ég ákvað að byrja á árinu 2004, sem var fyrsta árið sem við sendum mynd í jólakorti enda fyrstu jólin hans Rökkva. Ég er búin með 2 síður í albúmið, jólin 2004 og 2006, á svo eftir að gera fyrir 2005 og svo bara eina síðu í albúmið á ári.
Hér eru þessar 2 síður, báðar úr BG jólapp:)

Sep 16, 2007

Myndakassi :)



Jæja, þá er skólinn byrjaður aftur í öllu sínu veldi, með heimavinnu og lestri eins og ég veit ekki hvað, ég sem ætlaði að vera svooooo dugleg að skrappa í haust og svona, pósa allta reglulega hingað og þannig. En allavega þá gerði ég einn myndakassa síðastliðið föstudagskvöld meðan ég hlustaði á fyrirlestur á netinu. Hann er úr bazzil pp og síðurnar eru úr K'ology, blóm frá Prima og bling.