Nov 16, 2007

Músakort




Rökkvi settist hjá mér inn í skrappherbergi í gær og sagði við mig: "mamma, mig langar til að gera eitthvað skemmtilegt" "já, eins og hvað?" svaraði ég, og þá kom bara "mamma, mig langar að búa til kort", og mér faaaannnst þetta svoooo krúttað. En allavega, við ákvaðum þá að búa til músakort og náðum í stimpil og byrjuðum að stimpla og lita músamyndir. En eirðin hans Rökkvi náði ekki svo langt að úr því yrðu kort, en ég hins vegar sat uppi með fullt af stimpluðum músamyndum, sem í dag voru svo heppnar að verða að kortum.
Hér eru 3 sýnishorn, en í allt gerði ég 12 músakort, öll með sömu myndinni og öll úr eins rauðu kartoni í grunninn, munstraði pp er svo bara afgangar og svona :)

4 comments:

Hildur Ýr said...

þau eru baaara geggjuð :)

Anonymous said...

æði alveg :O)

hannakj said...

vá hvað Rökkvi er svo mikill krútt. Snæja er oft búin að vera biðja um að fá búa til kort :) Alltaf svo snilld að nota afgangir í kortum. Geggjuð kort!!!

Þórdís Guðrún said...

Æðisleg kot hjá ykkur. Svo æðislegir þessir músastimplar