Feb 10, 2008

Makinn


Já BOM verkefnið heldur sko áfram á þessu ári og þetta er síða í því. Þemað í þessu verkefni var "ég og ástin eða makinn". Ég fann nýlegustu myndina af okkur Helga saman og notaði hana, finnst hún líka bara fín :) Textinn er svo stutta útgáfan af því hvernig við kynntumst.
Pappírinn í síðunni er frá Crate, línan heitir Cowgirl :)

Feb 9, 2008

Íþróttaálfur


Ég var bara í rosa skrappstuði í gær og gerði þessa frekar seint í gærkvöldi og nennti ekki að setja hana inn fyrr en núna. En þetta eru nýjar myndir teknar núna fyrir öskudaginn 2008. Rökkvi minn var íþróttaálfur og var þetta líka hrifinn af búningnum sínum, fór strax að gera armbeygjur og svona, sýna latabæjartaktana.
En pp er K-ology Addison, lo er skrapplift frá Hönnukj (Risa stóra eplið), svo eru þarna nokkrar BG tölur og stafir í titli eru HeidiSwapp chipboard :)

Feb 8, 2008

Meira skrapp í dag :)




Jæja, ég skrappaði bara svolítið meira í dag fyrst ég var byrjuð.
Fyrr síðan er áramótasíða, frá því núna um áramótin. Rökkvi var bara svolítið spenntur fyrir flugeldunum og vakti því fram yfir miðnætti í þetta skipti. PP er einhver Bohemia lína á MME, blómin eru jólablómin frá Prima.
Seinni síðan er scraplift frá Söndru (Bubble gum girl). Myndirnar eru frá því núna í janúar, við fórum út á róló í Kópavogi einn daginn og vorum með bolta og Rökkvi elskar að fara í fótbolta við pabba sinn, hehe. PP er Periphery frá BG og borðarnir líka, blómin eru frá Prima, stafirnir eru frekar gamalt HeidiSwapp chipboard :)

Stingupeysa :)


Þessa æðislegu stingupeysu fékst þú í jólagjöf frá "Möggu móðu" ásamt korti þar sem stóð að ef þessi stingupeysa passaði ekki yrði bara prjónuð á þig ný stingupeysa. Svo þú varst drifin í að máta peysuna á jóladag og varst svona líka ekki hrifinn, haha, vildir helst komast úr henni sem fyrst. En hún passaði svooo vel og varst þú því vaninn á að vera bara í henni og settum við á þig mjúka lambhúshettu innan undir rúllukragann og þá var allt í lagi :)
Síðan er svo unnin úr gömlum BG pappír úr Urban Couture línunni, með brúnan bazzil í grunninn :)

Feb 3, 2008

Snjór á jóladag :)


Á jóladag var kom aldeilis fallegur snjór og við skruppum út á snjóþotu hér í Mosó. Ofsalega hljótt og fáir á ferli, enda jóladagur og margir bara inni að kúra eða í jólaboðum.
Pp í síðunni er ýmis snjópappír frá BG, bakgrunnurinn úr Dasher og einhver pp þarna úr Figgy pudding. Kláraði dútlblingið mitt á þessa síðu og er mjög ánægð með það, svo er titillinn úr Bazzil chipboardi :)

Feb 2, 2008

Jólin 07



Ég er alveg að verða búin að skrappa árið 2007, gerði jólin 07 í kvöld. Eins og maður getur nú stundum tekið mikið af myndum þá finnst mér það svolítið gleymast við þessi týpísku "tilefni", eða sem sagt er ég of upptekin af því að njóta stundanna að ég gleymi myndavélinni. Allavega, klukkan rúmlega 8 á aðfangadagskvöld, við búin að taka upp nokkra stóra pakka, þá fattar kallinn að taka fram myndavélina og smella af nokkrum myndum :)
Jæja, pp er Cosmo Cricket Wonderland línan, sem virðist vera jólalínan mín þetta árið, en einnig er þarna smá bútar af bakhliðum á BG Figgy Pudding pp og Prima blóm :)

Feb 1, 2008

Nokkur kort :)




Ég fékk alveg ægilega skemmtilega sendingu frá SU um daginn, nýja stimpla og svona, þetta var auðvitað afmælisgjöfin til mín. En ég byrjaði strax að leika með þá og hér eru nokkur kort sem ég gerði.
Fyrsta kortið er skarpplift frá Möggu, bakgrunnur gerður með að nudda bleki á blað með svampi og svo stimplað yfir og að lokum sett UTEE yfir og brotið, bara varð að prófa þetta, fannst kortið hennar Möggu svo flott, á örugglega eftir að prófa fleiri útgáfur af þessu við tækifæri.
Næsta kort er svo skrapplift frá Svönu, en hún gerði mörg kort í þessum dúr fyrir jólin. Bakgrunnur er gerður með bláum og lillabláum stimpilpúðum og svampi, svo eru trén embossuð með svörtu dufti með glimmeri útí. Svo teiknaði ég nokkra fugla á tunglið :)
Síðasta kortið er bara svona út í loftið, fiktaði mig áfram með sömu hluti og í hinum 2 kortunum, bakgrunn og embossuð tré og UTEE yfir, á eftir að fikta fullt fullt meira :)