Nov 16, 2007

Saumaskapur :)


Sumir vita það nú þegar, en ég geri semsagt ýmislegt fleira en að skrappa og búa til kort, þó það sé vissulega "aðal" föndrið mitt. En í sumar byrjaði ég að sauma út pínulitla stjörnumerkjamynd. Hún er í raunveruleikanum 9 cm á alla kanta frá ysta saum að þeim ysta. En í einni lengju af sporum eru 90 spor, svo hvert spor er um 1 mm. En loksins fyrst núna er verkið tilbúið, já ég er búin að grípa í það af og til síðan í sumar. Nú vantar mig bara sætan lítinn ramma í réttri stærð en það kemur við tækifæri. Hér er allavega saumamyndin :)

4 comments:

Anonymous said...

LOKSINS er myndin búin! Ótrúlega flott mynd :) Kveðja Hrafnhildur Magnea

hannakj said...

vá geggjað!! tilvalið að gefa mér í afm.gjöf því ég er bogamaður. hehe.

Helga said...

vá en flott :) ég saumaði soldið í denn ;)

Anonymous said...

vá hvað þetta er flott :O)