Mar 30, 2008
Ef líf mitt væri lag...
Já, þá væri það líklega Ísbjarnarblús. Ekki það að ég sé neitt Bubbafan eða neitt, enda hlusta ég ekkert á hann eða lögin hans. En þessi texti passar svo vel við mig, ekki í bókstaflegri merkingu þó heldur í merkingunni "ég vil ekki eyða lífinu í eitthvað leiðinlegt og merkingarlítið, heldur vil ég njóta lífsins". En hér kemur síðan, pp er BG fruitcake og rubon frá Hambly, nokkur Prima blóm og titill úr BG stöfum úr Figgy línunni :)
Mar 28, 2008
Sónarsíða :)
Mar 7, 2008
Sofandi :)
Ég er búin að taka svo mikið af sætum myndum af litlu skvísunni. Þessi mynd er ein þeirra, og já hún er voðalega sofandi á mörgum þeirra, þar sem hún er nú sofandi mestan hluta sólarhriingsins.
En þessi síða fer í áskorunina um að nota blúndu, eina mynd og eitthvað blátt. PP er bara 2 litir af bláum bazzil og ein örk úr BG Two scoops línunni, blúnda úr einhverri saumabúð og Prima blóm og SU tölur, dútlrubon frá Fancypants og titill er úr Thickers frá AC úr Fjarðaskrapp :)
Mar 5, 2008
Fæðing litlunnar :)
Jæja, ég hef nú ekkert skrappað eða bloggað í smá tíma núna, en ég eignaðist litla stelpu þann 15. febrúar og er búin að vera svolítið upptekin af henni síðan, enda er hún svo falleg og yndisleg að ég gæti horft á hana allan sólarhringinn. Eeeen, ég tók mig nú samt til og skrappaði eina opnu um dúlluna, er búin að vera með opnuna í vinnslu í nokkra daga og svona gripið í hana öðru hvoru. En nú er hún tilbúin. Eitt BG rubon er á síðunni, en allt annað: pp, stafir og hjörtu og svona er úr Two scoops línunni frá BG, nema það er kremaður bazzil bling pp er grunninn. Svo lét ég fæðingarsöguna bara nánast fylgja með í heild sinni :)
Subscribe to:
Posts (Atom)