
Við skruppum aðeins á snjóþotu niður á Miklatún í dag. Veðrið var gott og fullkomið fyrir snjóþotudag. Rökkvi skemmti sér konunglega og hamaðist allan tímann, ýmist við að brölta upp brekkuna með snjóþotuna eða bara við að hnoðast í snjónun. Ég veit heldur ekki hvort honum fannst skemmtilegra að renna sér niður brekkuna eða rúlla sér, en það var allavega bæði gaman:)
Í síðuna notaði ég nánast eingöngu pp og stafi og dót úr KI memories kassanum sem ég fékk í verðlaun í BOM-inu (ég var sú sem var dregin út af þeim sem kláruðu öll verkefnin). Að auki er þarna smá rest af BG ruboni og einn journalstimpill frá AL. Annað er held ég úr kittinu :)