May 25, 2007
Skrappidískrapp
Jæja, þá er ég búin að skrappa 27 síður í maí, my scans mappan í tölvunni heldur samviskusamlega bókhald yfir það, en ég byrjaði líka í sumarfríi 8. maí og er bara næstum búin að skrappa á hverjum einasta degi síðan, er alveg óstöðvandi.
Hér eru svo síður dagsins, efri síðuna kláraði ég nú samt í gærkvöldi en nennti ekki að setja inn, fór bara að sofa. Hún er í leikskólaalbúmið og er með myndum af Rökkva að tromma á dollur. Ég er voða ánægð með endanlega útkomu á þessari síðu, en það leit ekki allan tímann út fyrir að hún yrði flott. Síðan er úr afgöngum úr Crate pp pakka.
Seinni síðan er í BOM (book of me) verkefninu. Við áttum að telja upp löndin sem við höfum komið til og gera síðu um það, hér er mín. Var í svolitlum vandræðum með að gera þessa síðu því ég átti ægilega fínan landapappír (sem var í ljótapappírsbunkanum) sem ég sá ekki fram á að nota, en ef ekki í þessa síðu þá aldrei, svo ég neyddi mig til að nota þennan pp þrátt fyrir að fíla hann ekki alveg. Skar út Íslandið og notaði svo allra síðustu afgangana af Crate pp pakkanum og á endanum small hún alveg saman, svo ég er sátt :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
æðislegar síður! ég er búin að sjá að ég verð að eignast svona TT stimpla...hvort eru þessir litlir eða stórir?
vá þær eru bara báðar æði :O)
Vá ekkert smá dugleg, og flottar síður hjá þér :)
Þórunn, þessir eru litlir, mér finnst þeir sko alveg nógu stórir samt :)
Mér finnast þær auðvitað mjög flottar, enda búin að segja þér það í dag...
Takk fyrir daginn ;)
Æðislegar síður hjá þér - og dugnaður í þér maður, hvernig væri að lána mér svona eins og pínku oggulítið af þessu skrapp stuði :)
hellúuuu það er engin smá skrappgír á þér núna !!!!! æðilegar að vanda hjá þér
báðar virkilega flottar :)
Frábærar! Ég ætla að herma með Íslands pappírinn sem ég er með í mínum ljóta pp bunka! LOL! :D ;)
Post a Comment