
loksins skrappaði ég eina síðu og það er því að þakka að dóttur minni þóknaðist í dag loksins að sofa samfellt í rúmlega 3 tíma úti í vagni. Síðan er með myndum frá deginum sem við komum heim af spítalanum með Nótt. Rökkvi var búinn að vera hjá mömmu í sólarhring á meðan við vorum á spítalanum og var þarna að sjá hana í fyrsta sinn. Það fyrsta sem hann sagði var: "hey, þetta er flott litla barn!" og þessi orð notar hann enn um litlu systur sína daglega :)
Í grunninn er hvítur pp og allur annar pp er úr Two scoops frá BG, Hambly glæra og stafir frá AC, AL textaboxstimpill og dútlið er die cuts úr Two scoops :)