May 2, 2008
3 nýjar BOM síður :)
Jánýjustu síðurnar mínar eru allar BOM verkefni. Sú fyrsta er úr BG Sultry línunni og með sizzixuðum blómum, hinar 2 eru úr Sugared línunni frá BG og eru skrappliftar frá Söndru en hún gerir geggjaðar síður :)
Apr 28, 2008
2 nýjar síður :)
Ein ný síða varð til hjá mér í dag og ein varð til í gær og hér koma þær báðar. Þær eru báðar fyrir BOM verkefnið (book of me). Sú fyrri er um uppáhaldsmatinn minn og er úr 2scoops línunni frá BG, og svo er eitt FP chipboard og smá handdútl :) Seinni síðan er um það góða og slæma í fari mínu. Þetta hljómar kannski ansalega en ég átti erfiðast með að finna "það slæma" hehe, fann bara eitt atriði þar;) Hún er úr Sultry línunni frá BG, titillinn er úr thickers frá AC, blómin frá Prima
Apr 23, 2008
Bumbumyndir :)
Þá er ég búin að gera síðu með bumbumyndunum síðan ég gekk með Nótt. Það voru ekki teknar bumbumyndir reglulega en nokkrar náðum við þó að taka og meira að segja fyrir algjöra tilviljun og heppni tókum við myndir 2 dögum áður en Nótt fæddist og það er myndin af mér í bláa bolnum, alveg að springa.
Allavega er hér síðan, pp er Prima og sömuleiðis blómin, rubon frá BG og stafir í titli eru thikers frá AC :)
Apr 12, 2008
Heimkoma
loksins skrappaði ég eina síðu og það er því að þakka að dóttur minni þóknaðist í dag loksins að sofa samfellt í rúmlega 3 tíma úti í vagni. Síðan er með myndum frá deginum sem við komum heim af spítalanum með Nótt. Rökkvi var búinn að vera hjá mömmu í sólarhring á meðan við vorum á spítalanum og var þarna að sjá hana í fyrsta sinn. Það fyrsta sem hann sagði var: "hey, þetta er flott litla barn!" og þessi orð notar hann enn um litlu systur sína daglega :)
Í grunninn er hvítur pp og allur annar pp er úr Two scoops frá BG, Hambly glæra og stafir frá AC, AL textaboxstimpill og dútlið er die cuts úr Two scoops :)
Apr 1, 2008
Nokkrar síður :)
Mar 30, 2008
Ef líf mitt væri lag...
Já, þá væri það líklega Ísbjarnarblús. Ekki það að ég sé neitt Bubbafan eða neitt, enda hlusta ég ekkert á hann eða lögin hans. En þessi texti passar svo vel við mig, ekki í bókstaflegri merkingu þó heldur í merkingunni "ég vil ekki eyða lífinu í eitthvað leiðinlegt og merkingarlítið, heldur vil ég njóta lífsins". En hér kemur síðan, pp er BG fruitcake og rubon frá Hambly, nokkur Prima blóm og titill úr BG stöfum úr Figgy línunni :)
Mar 28, 2008
Sónarsíða :)
Subscribe to:
Posts (Atom)