Oct 8, 2007

Skrappliftisíða :)


Ég ákvað að skrapplifta einni geggjaðri síðu frá Möggu Mjúku (sem hún skrapplifti einhvers staðar frá hihi). Hér er útkoman úr því, en ég notaði brúnan cardstock og svo bláan bazzil (úr Mellow bazzil pakkanum), svo 2 arkir úr Mellow línunni. Ég klæddi ch úr annari örkinni, en hin er í bakgrunni. Þarna eru svo Prima blóm og nokkrar tölur, stimplaði smá hring með FP "from the garden" stimplunum og handdútlaði smá í lokin. Stafirnir eru líka úr Mellow frá BG. Myndina (ásamt þeim sem verða á síðunni á móti) tókum við í ágúst í elliðaárdalnum, við fórum þangað í gönguferð í ljúfri síðsumarrigningu og það var BARA gaman :)

12 comments:

Anonymous said...

Vá geggjuð síða hjá þér

Hobbý horn Gunnu said...

alveg meiriháttar flott síða hjá þér

Unknown said...

þessi er bara æði :)

Sandra said...

Rosalega flott... blómin eru bara geggjuð!

Anonymous said...

Vá hún er klikkuð. ÞEtta LO er ótrúlega flott...

Anonymous said...

Alveg geggjuð síða!!!

Hildur Ýr said...

algjört æði :)

Thelma said...

vá þessi er geggjuð :-)

Anonymous said...

Glæsileg síða!!

Anonymous said...

Rosalega flott hjá þér - vildi að ég hefði þetta föndurgen í mér :P
Kortin eru líka rosalega flott hjá þér =)
Enda ertu svo flott stelpa, leiðinlegt hvað maður hefur misst samband upp á síðkastið. Þyrftum að fara að bæta úr því er það ekki? ;) (gera meira tala minna)
kv.Ásta Sóley

MagZ Mjuka said...

Vá þetta er geggjuð síða hjá þér! :D

Anonymous said...

vegna ekki:)