Oct 5, 2007

Aftur 2 í BOM :)



Jæja, ég er ekkert smá dugleg í þessu BOM verkefni (Book Of Me) og það er bara gaman sko. Nú voru verkefnin "hvað ég myndi segja mér sem 15 ára" og "27 markmið fyrir næsta afmæli". Þá er bara að setjast við tölvuna og opna word og gá hvað kemur út úr manni, og hér er semsagt útkoman. Fyrri síðan er unnin úr nýja Obscure pp frá BG, það er svona ekta ungligalína, pp er eins og hann hafi verið sprayaður og svo eru hauskúpur og krass á sumum blöðunum, haha, ég er alveg að fíla hann, þó hann sé skræpóttur. Hin síðan er svo úr nýja Bohemia pp, hann er bara fallegur í alla staði, svo fallegir litir og munstrin æði :)

9 comments:

Íris Dögg said...

Mjög flottar síður og pappírinn í neðri síðunni er svo fallegur.

MagZ Mjuka said...

Geggjað hjá þér, æðislegur þessi pappír! :)

hannakj said...

Ferlega flottar síður!!

Þórunn said...

mjög flottar síður!

Anonymous said...

Æðislegar síður!

Hildur Ýr said...

Geggjaðar :)

Þórdís Guðrún said...

æðislegar síður hjá þér

Unknown said...

æðislegar hjá þér :)

Anonymous said...

Æðislegar hjá þér. Mér fannst sérstaklega skemmtilegt að lesa textana :-) Margt sem ég er sammála en gat ekki annað en brosað út í annað "Baka skinkuhorn", örugglega einhver saga á bak við það hjá þér :-)