

Jæja, við helltum okkur í það að skreyta piparkökuhús og mála piparkökur. Rökkvi var alveg ýkt ýkt spenntur og byrjaði af miklum krafti, en fljótt varð hann leiður á þessu og fór að gera eitthvað annað. Þá sat ég ein eftir og uppi með heilt piparkökuhús, haha, sem ég skreytti auðvitað, en Rökkvi kom nú hlaupandi til mín inn á milli og bannaði mér að snerta smartísið, hann ætlaði sko að setja það á og það mátti sko ekkert nota alla litina takk. En þetta varð útkoman, haha, en það skal tekið fram að þetta er í fyrsta sinn sem ég geri piparkökuhús sem fullorðin, man eftir að hafa verið þessi sem var hlaupandi með nammið einhvern tíma :)