
Ég ákvað að skrapplifta einni geggjaðri síðu frá Möggu Mjúku (sem hún skrapplifti einhvers staðar frá hihi). Hér er útkoman úr því, en ég notaði brúnan cardstock og svo bláan bazzil (úr Mellow bazzil pakkanum), svo 2 arkir úr Mellow línunni. Ég klæddi ch úr annari örkinni, en hin er í bakgrunni. Þarna eru svo Prima blóm og nokkrar tölur, stimplaði smá hring með FP "from the garden" stimplunum og handdútlaði smá í lokin. Stafirnir eru líka úr Mellow frá BG. Myndina (ásamt þeim sem verða á síðunni á móti) tókum við í ágúst í elliðaárdalnum, við fórum þangað í gönguferð í ljúfri síðsumarrigningu og það var BARA gaman :)