Jæja, þá er ég búin að sitja heima og gera tösku hihi, í stíl við litla kortaboxið sem ég gerði um daginn, í hana ætla ég svo að setja nokkur kort og gefa seinna :) Njótið vel
Aug 23, 2007
Taska
Jæja, þá er ég búin að sitja heima og gera tösku hihi, í stíl við litla kortaboxið sem ég gerði um daginn, í hana ætla ég svo að setja nokkur kort og gefa seinna :) Njótið vel
Fleiri kort
Kortagír


Ég datt aðeins í smá kortagír, drengurinn er svo duglegur í aðlögun á nýja leikskólanum að ég hef bara allt í einu aftur smá tíma á daginn til að dunda mér, eða sko þangað til skólinn byrjar aftur. En í dag ákvað ég að gera nokkur kort :)Þessi er gerð með blómastimpli sem ég á ekki sjálf heldur fékk að nota einhvers staðar. Ég litaði á stimpililnn sjálfan með tússlitum og stimplaði svo, pp er afgangar :)
Aug 22, 2007
Nýjar síður...



í leikskólaalbúm Rökkva. Já mér finnst ég þurfa að fara að klára það fyrst hann er nú byrjaður á nýjum leikskóla og svona, aldrei að vita hvað maður fær af myndum þaðan til að gera fleiri albúm. Allavega hér eru 3 nýjar síður úr Crate línum, 2 þeirra eru úr "New Garden" línunni og ein er úr "Cowgirl" línunni. Ein af síðunum er eftir skissu eftir hana Möggu held ég, en ég var ekki með skissuna heldur skrappaði hana eftir minni hehe, hinar eru skrappliftuð lo úr tímaritum :)
Aug 20, 2007
Blómakort
Aug 19, 2007
2 jólakort


Ég gerði loksins 2 jólakort, finnst gott að byrja á því núna, lenda ekki í stressi með það í desember hehe, en hér eru þau, þetta er BG Blitzen pp og stimplamyndir úr stimplaleik :)Hey, ég sé núna að jólatrén líta út fyrir að vera gul, en þau eru sko lituð græn haha, liturinn hefur bara skannast svona skringilega :)
Kortablogg


eða sko, ég bara varð að prófa smá embossing folderana sem ég fékk nýlega og gerði því 2 kort, en ætla að fara að gera aðeins meira af kortum á næstunni. Verð að viðurkenna að ég er ekkert súperánægð með músakortið en mér lá svo mikið á að klára það að það bara verður ekki betra, haha. En þessi kort eru gerð bara úr afgöngum, og stimplamyndum sem ég átti tilbúnar, hehe.
Aug 18, 2007
Mini card box :)


Já, Hulda P á skrapplistanum setti inn slóð á leiðbeiningar um gerð svona "mini card box" og ég ákvað bara í morgun að prófa að gera svona box meðan pjakkurinn horfði á barnatímann. Þetta varð útkoman hjá mér :)Hér er svo slóðin á leiðbeiningarnar http://justgivemestamps.typepad.com/my_weblog/2007/08/mini-card-boxtu.html svo getur fólk auðvitað skreytt boxið að vild :)
Aug 14, 2007
síður síðan í síðustu viku :)
Aug 13, 2007
Snúður í sumarfríi




Jæja, þar sem litli snúðurinn minn er búinn að vera í sumarfríi en kallinn farinn aftur að vinna þá gefst mér lítill tími í tölvunni og bitnar það jú á þessari síðu. Snúðurinn þarf sína athygli á daginn þegar við erum 2 ein heima og kallinn þarf sína athygli á kvöldin eftir vinnu, svo þið skiljið mig.
Allavega, ég hef nú samt skrappað smá svona eitt og eitt kvöld og hér eru sem sagt síðurnar sem ég hef gert síðan síðasta færsla var sett inn. Ætla svosem ekkert að segja um þær.
Vonandi fer ég svo að pósta inn nýju dóti með styttra millibili, sjáum til hvernig það verður :)
Subscribe to:
Posts (Atom)