

Á fimmtudaginn höfðum við lítið pokaalbúmakvöld hér heima hjá mér, við vorum 4 saman og ég sú eina sem hafði gert pokaalbúm áður. Þetta gekk nú samt ágætlega og í lok kvölds voru allar komnar með albúmið sjálft og sumar búnar með forsíðu. Ég kláraði bæði forsíðuna og baksíðuna sama kvöldið. Hér er svo afraksturinn, mitt albúm á semsagt að vera Afmælisdagabók. Ég notaði Stella Ruby pp frá BG í bæði forsíðuna og baksíðuna, smá bling á forsíðuna og stórt blóm, og dútlstimpill á baksíðuna, borðar úr ýmsum áttum:)