Jan 26, 2008

Snjósíða :)


Við skruppum aðeins á snjóþotu niður á Miklatún í dag. Veðrið var gott og fullkomið fyrir snjóþotudag. Rökkvi skemmti sér konunglega og hamaðist allan tímann, ýmist við að brölta upp brekkuna með snjóþotuna eða bara við að hnoðast í snjónun. Ég veit heldur ekki hvort honum fannst skemmtilegra að renna sér niður brekkuna eða rúlla sér, en það var allavega bæði gaman:)
Í síðuna notaði ég nánast eingöngu pp og stafi og dót úr KI memories kassanum sem ég fékk í verðlaun í BOM-inu (ég var sú sem var dregin út af þeim sem kláruðu öll verkefnin). Að auki er þarna smá rest af BG ruboni og einn journalstimpill frá AL. Annað er held ég úr kittinu :)

Jan 25, 2008

2007 :)


Fyrsta BOM síða ársins tilbúin (BOM = book of me). Þetta er uppgjörssíða fyrir árið 2007, þar sem við förum yfir það helsta sem gerðist á árinu. Mín varð frekar textalítil í þetta sinn, en segir allt það helsta þó.
Í síðuna notaði ég Infuse línuna og rubon frá BG og Bazzil chipboard í titilinn :)

Jólakortamyndin 2007


ég skellti bara í eina síðu núna rétt í þessu, en þessi mynd er myndin sem endaði í jólakortunum núna þessi jólin. Pappírinn er Cosmo cricket, Wonderland línan, nokkur Prima blóm eru á síðunni og BG tölur og límmmiðastafir :)

Jan 22, 2008

Jólarass :)


Hér kemur ein þokkalega skrapplift síða frá Lindu Ak. Ég ákvað að nota líka jólamyndir á síðuna eins og er á Lindu síðu. En þessi pp er frá Cosmo Cricket og línan heitir Wonderland og er jólalína frá þeim. Á síðuna notaði ég svo Prima blóm og BG Mellow tölur í miðjuna. Myndirnar eru frá fyrri jólakortamyndatökunni 2007. En engin af þessum myndum endaði í jólakorti, en mér finnst þær samt svo sætar. Rökkvi hljóp út um allt hús með jólasveinahúfuna og gerði í því að snúa sér við og dilla rassinum í mig um leið og ég lyfti upp myndavélinni, litli jólarassinn minn :)

Jan 21, 2008

Fleiri síður :)



Og ég gerði 2 síður í viðbót, þessi fyrri er úr Obscure pp frá BG en þessi seinni er enn ein síðan úr Mellow frá BG, nú held ég líka að ég sé komin í smá pásu frá Mellow, enda búin með flestar haustmyndirnar 2007 :)

Jan 20, 2008

Haustsíður



Ég byrjaði eitthvað að skrappa smá í gærkvöldi og gerði þá fyrri síðuna en var bara að enda við að klára hina núna. Fyrri síðan heitir "Róló með bát" og það er það sem Rökkvi kallar þennan ákveðna róló sem við höfum stundum gert okkur ferð á, en hann er ekki hér í nágreninu. Hin síðan er með myndum frá yndislegum haustdegi við tjörnina, en hún er skraplift eftir einni síðu frá Gabrielle á sb.com http://www.scrapbook.com/galleries/84905/view/1161259/-1/0/1.html en þó með allt örðum litum og allt öðru þema. En í báðar síðurnar notaði ég Mellow línuna frá BG og er ég þá búin að fera 5 síður á þessu ári úr þessari sömu línu :)

Jan 10, 2008

Níu kort í dag :)






Þá er ég búin að gera mín fyrstu kort ársins, en þau urðu óvart 9 talsins, fyrst ég var komin í kortagírinn. Ég átti nokkrar stimplamyndir sem ég var búin að vera að dunda mér við að lita og svona og notaði þær auðvitað. Svo notaði ég nú bara einhverjar stakar skrapparkir sem ég fann í "stakar-einlitar-arkir"-bunkanum mínum. Ég notaði stimplasettið Stem Silhouettes frá SU í bakgrunnana, er alveg rosalega hrifin af þessu setti, en hef enn ekki notað það mikið, þar til núna. Myndastimplarnir eru héðan og þaðan, regnhlífastimpillinn er Whipper Snapper, fíllinn er Penny Black, sjóræningjakortið er SU stimplarúlla og litla sæta risaeðlan er stimpill sem Helgi keypti í London :)

Jan 5, 2008

Bakaradrengur


Ég skellti í eina síðu í gærkvöldi og hér er afraksturinn. Þetta eru myndir síðan í september líklega, en ég er búin að vera svo dugleg að baka í haust og alltaf er Rökkvi tilbúinn að hjálpa til og er ekkert smá áhugasamur og duglegur í eldhúsinu. Hann elskar líka að hjálpa til þegar ég er að elda og þá sérstaklega við að skola allt grænmetið og svona og fá að setja í pottana og hræra, það er toppurinn :)
En í síðuna notaði ég Periphery pp frá BGm, einhver Prima blóm og svo stimpla :)

Jan 4, 2008

Fyrstu síður ársins :)




Þá eru fyrstu síður ársins 2008 að dottnar inn. Gerði þessar 3 í gærkvöldi, er að vinna áfram í þessu venjulega albúmi, þessar myndir eru frá því í júlí og ágúst 2007. Allar síðurnar eru úr BG Mellow línunni, datt í hana í gær og notaði þá bara hana, enda er hún algjört æði. Svo eru þarna einhver stór prima blóm og svona :)