Nov 16, 2007

Músakort




Rökkvi settist hjá mér inn í skrappherbergi í gær og sagði við mig: "mamma, mig langar til að gera eitthvað skemmtilegt" "já, eins og hvað?" svaraði ég, og þá kom bara "mamma, mig langar að búa til kort", og mér faaaannnst þetta svoooo krúttað. En allavega, við ákvaðum þá að búa til músakort og náðum í stimpil og byrjuðum að stimpla og lita músamyndir. En eirðin hans Rökkvi náði ekki svo langt að úr því yrðu kort, en ég hins vegar sat uppi með fullt af stimpluðum músamyndum, sem í dag voru svo heppnar að verða að kortum.
Hér eru 3 sýnishorn, en í allt gerði ég 12 músakort, öll með sömu myndinni og öll úr eins rauðu kartoni í grunninn, munstraði pp er svo bara afgangar og svona :)

Saumaskapur :)


Sumir vita það nú þegar, en ég geri semsagt ýmislegt fleira en að skrappa og búa til kort, þó það sé vissulega "aðal" föndrið mitt. En í sumar byrjaði ég að sauma út pínulitla stjörnumerkjamynd. Hún er í raunveruleikanum 9 cm á alla kanta frá ysta saum að þeim ysta. En í einni lengju af sporum eru 90 spor, svo hvert spor er um 1 mm. En loksins fyrst núna er verkið tilbúið, já ég er búin að grípa í það af og til síðan í sumar. Nú vantar mig bara sætan lítinn ramma í réttri stærð en það kemur við tækifæri. Hér er allavega saumamyndin :)

Nov 14, 2007

Nokkur jólakort í viðbót:)



Jæja ég gerði nokkur kort um daginn (þegar Rökkvi var að föndra með mér) en ég var ekki búin að setja þau inn. Það er nú bara karton í kortunum sjálfum og svo litaðar stimplamyndir frá öðrum (snjókallinn er úr Frosty settinu frá SU sem Hildur á). Svo notaði ég afganga af BG jólapp og eitthvað pínu skraut svona :)

Nov 13, 2007

Rökkvakort :)



Já Rökkvi fékk að gera eitt jólakort með mér í gær. Ég var sko búin að embossa myndina þegar hann ákvað að hann vildi gera bílakort. Svo hjálpuðumst við að við restina, ég hélt við endann á pp renningnum á meðan hann límdi restina niður og svona, svo þurfti auðvitað að merkja kortið alveg eins og ég geri við öll mín kort. Hann stimplaði auðvitað sjálfur enda fullvanur því, svo héldum við saman á pennanum og ég sagði hvert hann ætti að fara og hann stýrði, en svo vildi hann bara skrifa sjálfur og það gekk svona ljómandi vel. Svo var hann svo stoltur af listaverkinu sínu að hann gekk um með það í höndunum þar til pabbi hans kom heim, svo hann gæti sýnt honum :) Hann er sko upprennandi skrappari drengurinn :)

Nov 9, 2007

Ný síða loksins:)


Ég fattaði allt í einu í gær að það væri liðinn rúmlega mánuður síðan ég gerði venjulega síðu, MÁNUÐUR! Ég er ekki viss um að það hafi nokkurn tíma liðið lengri tími á milli þess að ég gerði síðu. Eg ég er alveg búin að föndra smá í millitíðinni samt, nokkur kort og svona.
Jæja, hér er semsagt síða með myndum sem teknar voru núna í september, þegar við fórum litla fjölskyldan í smá bíltúr á Þingvelli, þar lögðum við bílnum og fórum í smá haustgöngu í gjánni, ekkert smá gaman, Rökkvi skoppaði um allt og hoppaði á milli allra steinanna og svona. Svo smelltum við nokkrum myndum enda fallegt veður og svona.
Í síðuna notaði ég Periphery Bazzil í grunninn, svo nokkrar ræmur af pp úr Periphery línunni frá BG. Gamalt BG dútlrubon og MM rubon í titilinn. Svo gerði ég blómið audda með TT stimplum :)

Nov 8, 2007

Jólatré :)


Hér eru nokkur kort með jólatrjám framan á. Hér notaði ég bátt karton og stimplaði það með versamark bleki með svona stjörnustimpli frá SG. Svo raðaði ég saman hjörtum í jólatré og límdi niður :)

Nov 7, 2007

Fleiri jólakort :)


Ég ákvað að gera nokkur jólakort í gærkvöldi og skellti í þessi hérna (og nokkur önnur eins í viðbót).
Stimpillinn er su stimplahjól, embossað með silfruðu, pp er bara karton, svo eru mismunandi prima blóm á hverju korti :)

Nov 4, 2007

Fjöldaframleiðsla :)


Ég gerði nokkur kort í viðbót um helgina, já þau eru nú næstum alveg eins öll eða svona því sem næst, örlítið misjafnt hvaða munstraði pp var notaður og hvaða borði passaði við, en heildarútlitið það sama. Þetta er stimpill frá London embossaður með grænu dufti með grænu glimmeri í :)

Nov 2, 2007

Jólakortafár :)





Jæja, ég datt í svaka kortagír í gærkvöldi og embossaði fullt og sullaði saman hinum og þessum duftum og glimmerum og þetta var voða gaman. Hér er allavega afraksturinn, heil 8 kort sýnist mér. Stimplarnir sem ég notaði eru þeir sem Helgi keypti handa mér í London og svo var ég að prófa að nota wersamark blekið (sem Helgi keypti líka) og gera svna "bakgrunna" og þannig, ýkt gaman. Í þetta notaði ég svo karton og smá munstraðan blitsen pp og einhverja borða héðan og þaðan :)

Nov 1, 2007

Smá svona :)



Jæja, ég var að hlusta á 2 fyrirlestra úr skólanum í gær (heima í tölvunni sko) og ákvað að nota pínu tímann og dunda mér eitthvað á meðan, enda hef ég svooo lítið getað föndrað undanfarið útaf skólanum. En sem sagt, þetta er frekar einfalt og svona, enda var borðið mitt undirlagt af glósum og svona á meðan, en ég fann smá laust pláss og föndraði þessi 3 litlu kort og nokkra jólapakkamerkimiða :)
Stimplarnir á merkimiðunum eru SU Merry and bright
En stimpilinn á kortunum keypti Helgi handa mér í London :)