Jul 24, 2007

Aftur í gang


Jæja, þá er maður búinn að vera í smá fríi, skreppa aðeins á vestfirðina og svona, vera heima með kallinum og stráknum, og þá er minna skrappað á meðan. Ég er semsagt ekkert búin að skrappa síðan 3, júli, en skellti nú einni síðu saman í gær og ég verð að viðurkenna að mér fannst bara soldið erfitt að byrja aftur eftir þó ekki lengri pásu hihi, en síðan er seinnihluti einnar síðunnar frá því í síðustu færslu. En þetta eru myndir teknar í skógræktinni á Akranesi, við að leika okkur þar, pp er Autumn leaves og blóm frá MM og splitti frá Queen & co :)

Jul 3, 2007

3 síður á dag, koma skapinu í lag




Í gær fór ég og skrappaði hjá Hildi Ýr og ég gerði þar þessar 3 síður. Hún var hinsvegar rosa öflug og gerði 3 opnur minnir mig.

Allavega er efsta síðan hluti af opnu sem ég á eftir að klára og svona. Hún er úr svörtum bazzill pp ásamt munstruðum Autumn Leaves pp, svo eru þarna svart/hvít blóm frá MM og splitt frá Queen & co.

Næsta síða er síða í leikskólaalbúmið hans Rökkva. Hún er úr Urban Couture línunni frá BG, dútlstimplar frá TT, Prima blóm og bling.

Síðasta síðan er líka í leikskólaalbúmið. Hún er úr Wanted línunni frá Cosmo Cricket, dútlstimplar eru frá AL og svo smá bling, skissan eftir Þórunni :)